fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Ljós í myrkrinu – Stórauknar útflutningstekjur af fiskeldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 16:18

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 2.739 milljónum króna í mars, samkvæmt tilkynningu frrá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta er fjórði stærsti mánuður frá upphafi hvað varðar útflutningsverðmæti, hvort sem mælt er í krónum eða erlendri mynt. Þetta er um 27% aukning í krónum talið frá mars í fyrra. Aukningin er ívið minni í erlendri mynt út af veikingu krónunnar en engu að síðu myndarleg, eða rúm 17%. Magnaukningin er svipuð, eða tæp 18%.

Sé tekið mið af fyrstu þremur mánuðum ársins er útflutningsverðmæti eldisafurða komið í rúma 8,2 milljarða króna. Það er 26% aukning í krónum talið á milli ára en rúm 21% í erlendri mynt. Þyngst vegur útflutningsverðmæti á eldislaxi en það er komið í rúma 6,4 milljarða króna samanborið við 5,1 milljarð á sama tímabili og í fyrra.

 

Þetta eru góð tíðindi á sama tíma og tekjur af ferðaþjónustu hafa nánast þurrkast út og tekjur af útflutningi á ferskfiski hafa dregist mjög saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi