Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United vonast til þess að félagið kaupi Jadon Sancho í sumar.
Vegna kórónuveirunnar er lílegt að félagaskiptamarkaðurinn verði rólegur. United vonast til þess að kaupa eina stjörnu í sumar.
Mest er talað um Jadon Sancho hjá Dortmund og Ferdinand vonast til að fá hann. ,,Ég var að skoða liðið og þetta er spennandi,“ sagði Ferdinand.
,,Með McTominay og Bruno og Pogba sér við hlið. Rashford og Martial og mögulega Sancho. Það eru ótrúlegir hæfileikar í framlínunni.“
Draumalið Ferdinand á næstu leiktíð er hér að neðan.