Xabi Alonso hefur rætt við Manchester City um að gerast aðstoðarþjálfari félagsins. Pep Guardiola leitar að nýjum aðstoðarmanni.
Mikel Arteta sagði starfi sínu lausu á síðsta ári þegar hann fékk boð um að gerast þjálfari Arsenal
Alonso langar að fara út í þjálfun eftir magnaðan feril en hann lék meðal annars með Liverpool á Englandi.
Alonso átti frábæran feril með Liverpool, Real Madrid og FC Bayern auk þess að vera lykilmaður í spænska landsliðinu.
Guardiola hefur áhuga á að fá Alonso til starfa og gæti það gerst í sumar.