Mohammad bin Salman, krónprins, Saudí Arabíu er að ganga frá kaupum á Newcastle. Þetta fullyrða ensk blöð.
Mike Ashley hefur lengi viljað selja Newcastle og segja ensk blöð að hann sé klár í að losa sig við félagið fyrir 300 milljónir punda.
Samningur vegna þess er á lokastigi en Bin Salman er sterk efnaður og gæti breytt Newcastle í stórveldi.
Ensk blöð segja að fyrsta verk Bin Salman verði að reka Steve Bruce úr starfi knattspyrnustjóra.
Sky Sports segir svo frá því í dag að Newcastle ætli að leggja alla áherslu á að fá Mauricio Pochettino til starfa. Sagt er að honum standi til boða að fá 19 milljónir punda á ári.
Með því yrði Pochettino næst launahæsti þjálfari deildarinnar á eftir Pep Guardiola sem þénar 20 milljónir punda á ári.
BREAKING: Mauricio Pochettino is Newcastle’s prospective new owners’ number one choice to take charge at St James' Park and they are willing to pay him £19m a year.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 29, 2020