fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Steinunn Ólína sakar Víði um að gerast handbendi ritskoðunarafla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. apríl 2020 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri er afar ósátt við einn lið í tillögum Víðis Reynissonar, hins ástsæla yfirlögregluþjóns, um samfélagssáttmála í tengslum við líf þjóðarinnar í skugga kórónuveirunnar. Efnisliðurinn er eftirfarandi:

Nota fréttir frá traustum miðlum til að styðjast við í umræðum 

Steinunn bregst við þessu með harðorðum pistli á vef sínum, Kvennablaðið. Hún er ekki ein um að hafa áhyggjur af tilburðum stjórnvalda til að leggja mat á hverjir teljast trúverðugir fjölmiðlar og hverjir ekki þegar kemur að fréttum um kórónuveiruna. Við greindum frá því fyrir viku síðan að Þjóðaröryggisráð hefur ákveðið að koma á fót vinnuhópi til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til að sporna við henni.

Margir hafa áhyggjur af því að fölskum upplýsingum um faraldurinn og veiruna sé dreift en aðrir fyllast áhyggjum af málfrelsi þegar hugmyndir á borð við þessar komast í framkvæmd hjá opinberum aðilum. Steinunn skrifar:

„Þjóðaröryggisráð hefur skipað sérstaka nefnd til að kortleggja upplýsingaóreiðu á Íslandi. Ekki láta draga þig inn í slíkt hættuspil, Víðir. Valdhafar á Íslandi hafa með skipun slíkrar nefndar sýnt að þeir vilja stjórna því hvernig fólk hugsar. Gleymdu ekki að það er í lögum um hlutverk lögreglu að aðstoða borgara þegar hætta steðjar að.“

Steinunn spyr Víði hvaða fréttamiðlum almenningur eigi að treysta og hverjum ekki. Hún varar Víði við því að almenningur muni missa trú á honum ef hann gerist handbendi stjórnvalda með þeim hætti sem hún telur hann hafa gert þarna:

„En af því að ég vil gjarnan treysta þér áfram Víðir, svaraðu þá bara upphátt:

Hverjir eru traustu ritstýrðu fréttamiðlarnir sem við eigum að treysta og nota upplýsingar frá? Og hvaða fjölmiðla eigum við að forðast?

Ég vona að þú látir aldrei plata þig aftur til að fara með svona vitleysu fyrir framan alþjóð. Þú veist betur og hefur sýnt að þú berð meiri virðingu fyrir þjóðinni en íslensk stjórnvöld og hagsmunaðilar í íslenskri þjóðfélagsumræðu samanlagt.

Ef þú stendur ekki í lappirnar Víðir, missir almenningur trúna á þig líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax