fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Samsæriskenningar forsetaframbjóðandans – „Það er enginn vírus.“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 12. apríl 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá fyrir helgi þá ætlar Axel Pétur Axelsson í forsetaframboð gegn Guðna Th. Jóhannessyni, sitjandi forseta. Kosningaloforð Axels þóttu áhugaverð, en hann segist ætla að reka ríkisstjórnina eins og hún leggur sig. Það kom fram í viðtali við Fréttablaðið.

„Fyrsta sem ég mun gera ef ég verð forseti er að reka alla ríkisstjórnina eins og hún leggur sig.“

Axel sagðist byrjaður að safna undirskriftum, en forsetaframboðið er ekki fyrsta framboð hans, áður hefur hann verið í framboð fyrir Dögun, í Alþingiskosningunum 2016. Axel hefur einnig stofnað tvo stjórnmálaflokka, annars vegar Sjálfsveldisflokkinn og hins vegar Víkingaflokkinn, þar sem hann er lögbundinn formaður.

„Allt ein stór allsherjar lygi“

Þá hefur Axel Pétur verið tíður gestur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu. Þar ræðir hann skoðanir sínar og varpar gjarnan fram samsæriskenningum. Axel kallar sig jafnvel samsæring. Á dögunum var hann gestur í þættinum þar sem hann sagði COVID-19 vera tilbúning.

„Þetta er allt ein stór allsherjar lygi. Það er töluvert að fólki í mínum vídjóleiðum sem hefur farið á staðina þar sem að sagt er að allt sé í neyð, að heilu borgirnar og löndin liggi undir. Svo fara menn með litlar kamerur á þessa staði og það er allt saman tómt, það er enginn þarna.“

Þegar Axel var spurður út í hvort að þeir sem væru með COVID-19 væru ekki veikir, þá sagði hann að ástæðurnar fyrir veikindunum væru allt aðrar.

„Fólk getur verið lasið út af flensunni og út af afleiðingum bóluefna, chemtrails, flúors í vatni, eiturs í mat og rafsegulbylgna frá farsímaloftnetum og fleira. Það er alveg möguleiki að fólk sé veikt út af því.“

Þá sagði Axel í framhaldinu að engar sannanir sýndu fram á tilvist COVID-19 og líkti vírusnum við ranghugmyndir eins og nornaveiðar á miðöldum.

„33.000 hafa dáið úr leiðindum.“

Axel hefur einnig verið ansi virkur á Facebook undanfarna daga. Þar sem hann deilir greinum og tjáir sig frekar um COVID-19 og önnur málefni.

„Fleiri munu deyja úr leiðindum en úr ímyndunarveikinni.“

„33.000 hafa dáið úr leiðindum.“

„Að innheimta skatta með valdi (ofbeldi) er glæpur og það kemur ekki á óvart að glæpamennirnir skipti með sér fengnum.“

„Það er enginn vírus.“

„Ekkert að marka þessi test.“

„Verða þeir sem rústuðu efnahag íslands vegna kvefs látnir sæta ábyrgð?“

„Læknavísindin eru skipulögð glæpastarfsemi.“

„Gerum Ísland gott aftur.“

Axel hefur einnig hafið að auglýsa forsetaframboð sitt með því að nota slagorðið „Gerum Ísland gott aftur.“ Sem vísar auðvitað til slagorðs Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir kosningarnar 2016, „Make America Great Again“. Axel er byrjaður að selja varning með slagorðinu sem er auk þess merkt textanum „Axel Pétur á Bessó 2020“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“