fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Safnað fyrir útför Jóa: „Ég elskaði hann heitt og hann var sálufélagi minn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinir Jóa  (Jóhann Traustason) og Guggu gangast nú fyrir söfnun fyrir útför Jóa, en hann lést þriðjudagsmorguninn 31. mars eftir erfið veikindi en Jói var með krabbamein í lifur.

Jói var frá Ísafirði og starfaði meðal annars við fiskvinnslu. Hann bjó stóran hluta ævinnar í Reykjavík. Jói og eiginkona hans, Gugga, Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir, háðu erfiða baráttu við Bakkus og höfðu betur. Bati þeirra þótti kraftaverki líkastur en Jói náði langri edrúmennsku, tæplega níu árum, áður en krabbameinið lagði hann að velli. Bjuggu Jói og Gugga sér fallegt heimili og lifðu saman í hjónabandi sem var laust við vímuefni.

Á þessum gæfusama lokakafla í lífi sínu starfaði Jói mikið fyrir Samhjálp og sinnti þar meðal annars húsvarðarstörfum og þrifum.

Eins og nærri má um geta er hjarta Guggu nú hjúpað sorg hún aðspurð sagði hún blaðamanni DV í dag að hún hefði það þrátt fyrir allt þokkalegt: „Ég hef það þokkalegt miðað við allt. Vinkonur mínar eru hérna hjá mér og hafa gist hjá mér.“

Gugga er þakklát fyrir stuðninginn sem hún fær. Hún minnist Jóa með þessum orðum í samtali við DV: „Ég elskaði hann heitt og hann var sálufélagi minn og besti vinur sem ég gat hugsað mér. Elskaði mig svo heitt.“

Söfnunarsíða fyrir Guggu og Jóa er á Facebook

Á söfnunarsíðunni segir:

Einsog fram hefur komið er Jóhann Traustason fallin frá. Við vinir Guggu og Jóa höfum ákveðið að hjálpa Guggu að safna fyrir útför Jóa með því að hrinda af stað söfnun. Jói og Gugga hafa verið áberandi hjá þjóðinni fyrir að hafa sigrað fíkniefnadjöfulinn og staðið sig eins hetjur í baráttunni. Jói var vinamargur maður og góður við alla, hann var líka mikil forvörn fyrir unga fólkið og reyndi mikið að ná til þeirra. Nú er svo komið að Gugga þarf aðstoð við útfararkostnað Jóa síns og biðla ég til þeirra sem vilja og geta lagt sitt að mörkum við að aðstoða. Margt smátt gerir eitt stórt.

Margt smátt gerir eitt stórt. Fyrir þá sem geta látið eitthvað af hendi rakna í útfararsjóð Jóa á eru reikningsupplýsingarnar hér fyrir neðan:

bankanúmer: 0511 höfuðbók: 14 reikningsnúmer: 003578
kennitala: 281181-4839
Kristjana Helga Jensen

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot

Segir 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu en að vinna stóra vinninginn í Euro Jackpot
Fréttir
Í gær

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Í gær

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum
Fréttir
Í gær

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut