fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Tveir grunaðir vegna dauðsfalla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. apríl 2020 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður um þrítugt er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana í Hafnarfirði í nótt. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

Kona um sextugt fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Tilkynning um málið barst um klukkan hálf tvö í nótt og fór lögregla þegar á vettvang en konan var látin þegar að var komið. Tveir karlmenn, annar um þrítugt og hinn á sextugsaldri, voru á heimilinu og voru báðir handteknir í þágu rannsóknarinnar.

Nú liggur fyrir að yngri maðurinn, sá þrítugi, sem er sonur konunnar, er grunaður um að hafa orðið henni að bana. Ekki er ljóst hvort eldri maðurinn er talinn hafa komið við sögu.

Þá er maður um sextugt í haldi lögreglu á Suðurnesjum, grunaður um að hafa banað sambýliskonu sinni, fyrir rúmri viku. Maðurinn var handtekinn eftir að krufningarskýrsla í málinu lá fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd