fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Aron Einar reif Víði Reynisson niður úr skýjaborgunum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hefur vakið mikla athygli í starfi sínu síðustu vikur. Víðir hefur verið í framlínunni þegar kemur að ákvörðun er varðar kórónuveiruna. Hann situr daglega fréttamannafundi og fer yfir stöðu mála með þjóðinni.

Víðir er í starfi hjá KSÍ, þar er hann öryggisstjóri. Hann fékk tímabundið leyfi frá starfinu til aðstoða ríkislögreglustjóra á dögunum. Víðir hefur farið á þrjú stórmót með íslenska landsliðinu, tvö með karlalandsliðinu og eitt með kvennalandsliðinu. Hann segist hafa lært mikið af því að starfa í kringum fótboltann.

Hann ræddi við Sigmund Erni á Hringbraut í gær og fór yfir atvik frá árinu 2016, þá var hann með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi. Liðið vann þar frækinn sigur á Englandi og komst í átta liða úrslit. ,,Þetta var þvílík tilfinning, það má bara vera ákveðinn fjöldi starfsmanna á bekknum. Svo erum við nokkrir fyrir aftan bekkinn, svo skora Englendingar og við trúum þessu ekki. Svo kemur innkast og mark og við missum okkur alveg,“ sagði Víðir við Sigmund Erni á Hringbraut.

Víðir sat fyrir aftan varmannabekkinn og segir frá því hvernig hann og samstarfsmenn hans fögnuðu. ,,Við erum í jakkafötum, við vorum með enska stuðningsmenn fyrir aftan okkur. Við misstum okkur alveg, hoppuðum upp á handriðið. Svo þegar seinna markið kemur, þá vorum við ennþá glaðari.“

Víðir missti sig í gleðinni og gleymd um stund sínu hlutverki, sem öryggisstjóri. ,,Rétt fyrir leikslok forum við niður á völlinn, allir með verkefni. Svo er flautað af, svo man maður bara eftir sér í fanginu á Heimi og á háhest á Sigga Dúllu. Algjörlega búinn að missa tökin á því sem maður á að vera að gera.“

Það var síðan fyrirliði liðsins sem kom Víði aftur niður á jörðina, sjálfur Aron Einar Gunnarsson

,,Gleðin var ólýsanleg, allur þessi dagur. Við sátum inni í klefa eftir fagnaðarlætin, ég hef oft nefnt fólk sem maður lærir af. Heimir Hallgrímsson hefur kennt mér margt en það er annar þarna, Aron Einar Gunnarsson. Þegar við vorum búnir að þessu, þá faðmar hann mann og tekur í jakkann og segir ´Það er bara næsti leikur, næsti leikur´. Þá er maður kominn aftur í gírinn.“

Viðtalið við Víði má sjá í heild hérna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Halda því fram að hann vilji ganga burt frá sjö ára samningi – Hefur verið að skoða fasteignir með frúnni

Halda því fram að hann vilji ganga burt frá sjö ára samningi – Hefur verið að skoða fasteignir með frúnni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni – Rúnar Ingi mætir og fer yfir sviðið

Nýr þáttur af Íþróttavikunni – Rúnar Ingi mætir og fer yfir sviðið
433Sport
Í gær

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra
433Sport
Í gær

Fréttir sem gera stuðningsmenn Liverpool mjög spennta – Stjarnan sögð skoða húsnæði í Liverpool

Fréttir sem gera stuðningsmenn Liverpool mjög spennta – Stjarnan sögð skoða húsnæði í Liverpool