fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Ómar var staddur á Tenerife – Vill vera á Íslandi þegar hann fær COVID-19 veiruna

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 17:00

Ómar Valdimarsson - Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Valdimarsson lögfræðingur virðist ekki hafa miklar áhyggjur af COVID-19 veirunni miðað við orðin sem hann lét falla í morgunþætttinum Ísland vaknar á K100 í gærmorgun.

Í þættinum ræddi Ómar stemninguna á Tenerife en hann er staddur á eyjunni. Ómar segir það vera óhjákvæmilegt að allir munu fá COVID-19 en hann vill frekar fá hana á Íslandi en á Tenerife.

Þegar þáttastjórnendur Ísland vaknar náðu í Ómar var hann á leið í flug til Gran Canaria ásamt fjölskyldu sinni. „Ég kannaði allar flugvélar sem voru á leiðinni frá Tenerife síðustu tvo daga og það var ekki hægt að fá þrjú sæti þó að lífið lægi við til nánast allra borga sem boðið er upp á flug til,“ sagði Ómar í þættinum. „Einu flugferðirnar sem hægt var að fara með til Íslands voru tengdar við Moskvu og ég var ekki alveg að nenna tuttugu tíma flugi til Íslands í staðinn fyrir fimm.“

Eins og áður segir virðist Ómar ekki hafa miklar áhyggjur af veirunni. „Á endanum er þetta þannig að við munum öll fá þessa helvítis kórónuveiru. Þetta verður kvef fyrir okkur flest. Þetta drepur einhverja örfáa af þeim sem fá þetta. Ég held að þetta sé bara eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Ég mun á endanum fá þetta rétt eins og þið en ég kýs að vera heldur á Íslandi þegar ég fæ þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi