fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Prufa ný umferðarljós sem haldast rauð ef ökumenn flauta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 05:59

Frá Mumbai. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ökumenn hafa of hátt í umferðinni mun það taka þá enn lengri tíma að komast leiðar sinnar. Þetta er grunnhugmyndin á bak við nýja gerð umferðarljósa sem er verið að prófa í Mumbai á Indlandi. Þar eru lögreglan og fjölmargir borgarar hundleiðir á þeirri miklu hávaðamengun sem fylgir umferðinni og þá sérstaklega ökumönnum sem þeyta bílflautur sínar í gríð og erg.

Lögreglan í borginni segir að Mumbai  sé flautuhöfuðborg heimsins því ökumenn ráði ekki við sig. Þeir flauti jafnvel þegar þeir bíða á rauðu ljósi til að reyna að flýta ljósaskiptunum en það gerist auðvitað ekki.

En framvegis verður ekki skynsamlegt að flauta þegar beðið er á rauðu ljósi því það mun bara seinka því að ljósin skipti yfir í grænt. Hljóðmælum verður komið fyrir á gatnamótum. Þeir verða tengdir við stjórnkerfi umferðarljósa og ef hávaðinn fer yfir 85 desibel byrja þau upp á nýtt að telja niður að ljósaskiptum.

Raunar hófst tilraunin í nóvember á einum gatnamótum og hefur gefið svo góða raun að nú á að auka umfang hennar og prófa sama fyrirkomulag við fleiri gatnamót. CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart