fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Nýjar tölur frá Kvennaathvarfinu: Aukið ofbeldi gegn börnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennaathvarfið hefur sent frá sér tölur um starfsemina árið 2018. Meðal þess sem vekur athygli er aukið ofbeldi gegn börnum í heimilisofbeldi. Hlutfall kærðra mála er lágt.

Í tilkynningu frá Kvennaathvarfinu segir:

„Árið 2019 dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu. Konur dvöldu í athvarfinu frá einum degi uppí 236 daga, að meðaltali í 30 daga. Börn dvöldu í athvarfinu í frá einum degi upp í 155 daga, að meðaltali í 39 daga. Að meðaltali dvöldu 23 íbúar í athvarfinu á dag, 12 konur og 11 börn.

Að auki komu 294 konur í samtals 545 viðtöl án þess að til dvalar kæmi. Samtals komu því 438 konur í athvarfið í viðtöl eða dvöl á árinu. Til viðbótar hittu ráðgjafar athvarfsins 214 einstaklinga í viðtölum í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Í heildina voru 67% kvenna sem komu í Kvennaathvarfið á árinu íslenskar (74% þeirra sem komu í viðtöl og 51% dvalarkvenna),  74% kvennanna eru af höfuðborgarsvæðinu. Konurnar voru á aldrinum 18-81 árs en börnin frá nokkurra daga gömlum upp í 16 ára.“

Athygli vekur einnig að andlegt ofbeldi er langalgengasta ástæðan fyrir komu í Kvennaathvarfið en líkamlegt ofbeldi er næstalgengasta ástæðan. Hér er listi fyri ástæður:

Andlegt ofbeldi                       93%

Líkamlegt ofbeldi                   60%

Fjárhagslegt ofbeldi                48%

Kynferðislegt ofbeldi              37%

Ofbeldi gegn börnum              35%

Morðhótanir                            26%

Kyrkingatak                            25%

Stafrænt ofbeldi                      20%

Eltihrellir                                 16%

 

Þá segir enn fremur í tilkynningunni:

„Aldrei hafa fleiri konur nefnt ofbeldi gegn börnum sem ástæðu komu í athvarfið. Fram kemur í svörum kvennanna að alls búa 349 börn undir 18 ára að aldri á ofbeldisheimilunum sem þær koma af. Einungis 27% barnanna höfðu fengið einhverja aðstoð vegna þess ofbeldis sem barnið bjó við á heimili sínu en 44% kvennanna sögðu að barnavernd hefði verið tilkynnt um ofbeldið.“

Fimmtán prósent kvennanna höfðu kært ofbeldið til lögreglu. Af þeim málum höfðu dómar fallið í 5% málanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf