fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Pressan

Baneitraðar bækur á bókasöfnum – Geta orðið fólki að bana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 07:02

Allie Alvis með bókina. Mynd:Smithsonian Libraries © Smithsonian Libraries

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú deyrð líklega ekki af að fletta þeim en við teljum að ef þú myndir vilja borða þær þá innihaldi þær nægilega mikið arsen til að drepa 60 manns.“ Þetta segir Bertil Dorch, yfirbókavörður á bókasafni Syddansk háskólans í Danmörku um þrjár bækur sem safnið á. Þær eru geymdar á læstum stað.

Starfsmenn háskólans uppgötvuðu fyrir tæpum þremur árum fyrir tilviljun að bækurnar væru eitraðar. Nú hafa fleiri eitraðar bækur fundist en að þessu sinni vestan Atlantshafs. Á Smithsonian bókasafninu í Washington fannst nýlega ein bók sem inniheldur arsen en það er á forsíðu hennar. Allie Alvis, bókasafnsfræðingur, hafði engan grun um að bókin væri eitruð en það var einmitt þessi bók sem hún var vön að draga fram fyrir gesti þegar sýna átti þeim gamla og sjaldgæfa bók.

„Þetta var spennandi en líka óhugnanlegt því við vissum ekki hvað var mikið af arseni.“

Segir Alvis um málið.

Sérfræðingar telja líklegt að miklu fleiri eitraðar bækur sé að finna í Danmörku og mörgum öðrum löndum. Þær geta bæði verið á almenningsbókasöfnum og í einkasöfnum.

Í Washington er nú verið að gera lista yfir bækur sem eru hugsanlega eitraðar. Alvis er nú þegar komin með átta bækur á þann lista og verða þær rannsakaðar ítarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna