fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Foreldrar komust að því að barnaníðingur leyndist meðal þeirra í ferðalagi barnanna í Reykjaskóla

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaníðingur sem var í haust dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi fyrir margendurtekin kynferðisbrot gegn syni sínum fór ásamt öðrum syni sínum í skólaferðalag í skólabúðirnar í Reykjaskóla, á meðan að mál hans var í rannsókn. Stundin greinir frá þessu.

DV fjallaði um mál mannsins í október, en samkvæmt dómi á maðurinn að hafa margsinnis brotið á syni sínum er hann var 4 til 11 ára gamall. Ofbeldið var virkilega alvarlegt. Hann á bæði að hafa káfað á drengnum, látið drenginn káfa á sér. Auk þess hafði hann oft nauðgað drengnum í endaþarm. Vegna ofbeldisins hrjáðist drengurinn mikið. Það var ekki fyrr en sonurinn varð fullorðin að hann kærði málið.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar kemur fram að þessi sami maður hafi farið í skólaferðalag ásamt yngri, ólögráða syni sínum, á meðan að rannsókn á máli hans stóð yfir. Skólaferðalagið var í skólabúðunum að Reykjum, en þangað fara gjarnan nemendur í 7. bekk í grunnskóla og dvelja í fimm daga.

Svo virðist vera að ekki hafi verið vitneskja um málið hjá skólanum, eða hjá foreldrum hinna barnanna fyrr en ferðinni var lokið. Einn foreldri barns í skólanum sagði að málið virtist koma fólki á óvart.

„Ég veit allavega af einhverjum foreldrum sem að þetta kom á óvart og þeir voru ekki sáttir við þetta. Eftir því sem ég best veit var skólastjóri heldur ekki sáttur við þetta. Þetta kom skólastjórnendum mjög á óvart þegar þeir lásu þetta í blaðinu. Ég hef heyrt að þeir hafi ekki reiknað með neinu svona.“

Í nóvember áfrýjaði maðurinn dómnum til Landsréttar, en það mun tefja málið um nokkra mánuði, jafnvel ár. Maðurinn mun ekki sæta gæsluvarðhaldi vegna brota sinna, þar sem að lögregla úrskurðaði hann ekki í gæsluvarðhald á meðan að rannsókn hennar á málinu fór fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Í gær

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir
Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021