Gary Lineker, einn frægasti sjónvarpsmaður Bretlands í dag og fyrrum leikmaður enska landsliðsins. Segir ansi hressandi sögu, í hlaðvarpsþætti sínum.
Lineker stýrir Match of the Day, sem er þáttur um ensku úrvalsdeildina. Þátturinn er sýndur á BBC, og horfir stór hluti bresku þjóðarinnar á þáttinn.
,,Þegar ég var að hefja feril minn sem leikmaður, þá var ég með 100 pund á viku. Ég var að byrja að hitta móðir, barnanna minna. Ég var með Fiat Uno bíl, sem ég fékk í gegnum auglýsingasamning. Það stóð á honum út um allt að Gary Lineker væri að keyra þennan bíl,“ sagði Lineker.
,,Þetta var hálf skammarlegt að keyra á svona bíl, við keyrðum þarna út fyrir bæinn og bara ´Bam, bam bam´. Það fór allt í gang,“ sagði Lineker, léttur í lund.
,,Síðan er allt í einu lamið á gluggann, og öskrað ´Gary, við vitum að þú ert þarna inni vinur´. Talandi um að draga, kraftinn úr manni. Ég kláraði ekki í þetta sinn,“ sagði Gary.
Um var að ræða unga drengi sem vildu ná tali af Gary en hann hefur gaman af atvikinu í dag.