fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Fjármögnun Play: Stjórnendur bjóðast til að minnka sinn hlut

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2019 08:39

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur og stofnendur lággjaldaflugfélagsins Play hafa boðist til að minnka hlut sinn í 30 prósent. Þetta myndi þýða að þeir fjárfestar sem fást til að leggja félaginu 1,7 milljarða króna í hlutafé fengju 70 prósenta eignarhlut.

Þetta kemur fram í Markaðnum í dag.

Eins og greint var frá á blaðamannafundi í byrjun nóvember, þar sem stofnun félagsins var kynnt, stóð til að stofnendur og stjórnendur félagsins ættu helmingshlut á móti fjárfestum. Að því er fram kemur í Markaðnum hafa þær hugmyndir mætt mikilli andstöðu á fundum sem haldnir hafa verið með fjárfestum og fyrirtækjum.

Til að koma til móts við þessa gagnrýni hafa forsvarsmenn Play boðist til að minnka sinn hlut og freista þess þannig að fá fjárfesta að félaginu. Upphaflega stóð til að byrja að selja flugmiða nú um mánaðarmótin en nú vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að það muni takast fyrir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni