fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Þrír menn dæmdir í fangelsi fyrir hópnauðgun á unglingsstúlku – „Ég veit ekki hver gerði hvað“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír sænskir karlar, 18 og 19 ára, voru í síðustu viku dæmdir í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Mennirnir báru því við að stúlkan hefði viljað stunda kynlíf með þeim öllum.

Nauðgunin átti sér stað í húsi, sem ekki er búið í, í Sandviken. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman til að grilla og skemmta sér. Mikil áfengisneysla var á staðnum. Stúlkan, sem var ekki orðin 18 ára sagði fyrir rétti að hún hefði rætt við mann í partýinu og hefðu þau ákveðið að stunda kynlíf og hafi farið inn í herbergi í húsinu.

Hún sagði að þegar inn var komið hafi maðurinn lagt hana í rúmið og þá hafi hinir tveir mennirnir komið inn. Þetta hafi verið mjög óþægilegt því myrkur hafi verið í herberginu og síðan hafi fjórði aðilinn komið inn og notað farsímann sinn til að lýsa herbergið upp.

Hún sagði að skyndilega hafði allt orðið mjög óþægilegt þarna í herberginu. Einhver hefði reynt að færa hana úr buxunum, tveir hefðu haldið henni fastri. Hún sagðist hafa barist á móti en árangurs því hendur hafi verið að þreifa á og taka á öllum líkama hennar.

Þremenningarnir, sem voru sakfelldir, beittu hana síðan allir kynferðislegu ofbeldi á mismunandi hátt.

„Ég veit ekki hver gerði hvað.“

Sagði stúlkan fyrir dómi samkvæmt frétt Aftonbladet.

Eftir nokkra stund komu tvær stúlkur inn og báðu mennina að hafa sig á brott. Þeir urðu æstir við það og fóru að slást.

Málið hefur haft mikil áhrif á stúlkuna sem hefur átt erfitt með nám eftir þetta og gat um langa hríð aðeins sótt skóla í tvær klukkustundir á viku. Hún þurfti einnig að nota svefntöflur til að geta hvílst.

Mennirnir héldu því fram fyrir dómi að stúlkan hefði sjálfviljug stundað kynlíf með þeim. Í dómsniðurstöðu segir að þetta sé ótrúverðug skýring og beri þess öll merki að þeir hafi komið sér saman um hana eftirá.

Mennirnir höfðu aldrei fyrr komist í kast við lögin. Einn þeirra var 18 ára þegar þetta gerðist og hinir tveir voru nýorðnir 19 ára.

Saksóknari krafðist þriggja ára fangelsis yfir þeim en þingréttur féllst ekki á það og dæmdi þá í þriggja mánaða fangelsi og bar við að þeir eigi engan sakaferil að baki og séu ungir að árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri