fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Fimm staðir sem Ronaldo gæti flúið til: Peningar, áskorun eða endurkoma?

Victor Pálsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Cristiano Ronaldo er óljós en ekki er víst hvort hann verði áfram hjá Juventus á næstu leiktíð.

Ronaldo er kominn á seinni árin í boltanum en hann verður þá búinn að klára tvö tímabil með ítalska liðinu.

Hann hefur komist í fréttirnar fyrir neikvæðna hegðun og þá sérstaklega fyrir atvik sem átti sér stað um síðustu helgi.

Ronaldo brást þá illa við því að Maurizio Sarri ákvað að skipta honum af velli og strunsaði beint inn í klefa og fór svo heim.

Ronaldo er samningsbundinn til ársins 2022 en nokkur lið gætu reynt að fá hann næsta sumar.

Hér má sjá fimm staði sem koma til greina.

Inter Miami (MLS-deildin)

MLS býður upp á ýmislegt og þar á meðal peninga. David Beckham er eigandi Inter Miami sem hefur keppni í MLS-deildinni á næsta ári. Hann gæti reynt að lokka Ronaldo.

Manchester United (enska úrvalsdeildin)

Það yrði draumur marga stuðningsmanna United að sjá Ronaldo snúa aftur. Hann lék þar við frábæran orðstír áður en Real Madrid bankaði á dyrnar.

Real Madrid (La Liga)

Af hverju ekki? Real hefur gengið illa og gæti Ronaldo viljað snúa aftur og skora enn fleiri mörk fyrir félagið en hann hefur nú þegar gert.

Paris Saint-Germain (Ligue 1)

Ef Ronaldo þarf peninga og smá áskorun, þá fer hann til PSG. PSG er líklega ríkasta félag heims og gæti Ronaldo gert það sama og Zlatan Ibrahimovic og tekið nokkur ár í ansi auðveldri deild.

Kína

Margir leikmenn enda ferilinn í Kína og það er góð ástæða fyrir því. Þar spila margir launahæstu leikmenn heims og mun Ronaldo væntanlega verða launahæstur í heimi með skrefi þangað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“