fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Aðdáandi stefnir Madonnu – Ósáttur við stundvísi hennar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 21:00

Madonna á sviði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eitt sem þið þurfið öll að skilja. Það er að drottning kemur aldrei of seint.“ Þetta sagði söngkonan Madonna á tónleikum í Las Vegas um síðustu helgi. Tónleikagestir fögnuðu þessum orðum hennar með lófataki.

En þrátt fyrir þessi orð sín hefur Madonna ákveðið að flytja tónleika sína í Miami þann 17. desember næstkomandi frá klukkan 20.30 til 22.30. CNN skýrir frá þessu. Þetta fellur ekki í góðan jarðveg hjá Nate Hollander, aðdáanda hennar, sem var búinn að kaupa sér miða á tónleikana. Hann vill ekki fara á tónleika sem byrja svona seint, miklu seinna en gengið var út frá þegar hann keypti miðana.

Hann hefur því stefnt Madonnu og Live Nation, sem skipuleggur tónleikana, og segir að það sé samningsbrot milli Madonnu og þeirra sem hafa keypt miða á tónleikana að breyta upphafstíma þeirra. Hann krefst bóta frá þeim.

Hann keypti þrjá miða og greiddi fyrir þá sem svarar til um 120.000 íslenskra króna. En þrátt fyrir að honum finnist tónleikarnir eiga að byrja alltof seint hefur hann ekki getað fengið miðana endurgreidda.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðinni Madame X Tour sem byggir á nýjustu plötu Madonnu sem ber einmitt nafnið Madame X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?