Hafþór, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Game of Thrones, vakti athygli á Instagram um daginn þegar hann deildi myndbandi af sér að borða kjöt. Við myndina skrifaði hann textann „Carnivore“ eða „Kjötæta“ og kemur það því á óvart að Hafþór sé opinn fyrir veganisma.
https://www.instagram.com/p/B4E5C3rgEz5/
Vaxtaræktarmaðurinn Kai Green skrifaði athugasemd við Instagram færslu Hafþórs sem hefur vakið mikla athygli. Þar segir Kai að Hafþór verði að prófa að lifa á plöntufæðinu, það sé miklu betra.
„Sjáðu górillurnar! Burt séð frá öllu gríni samt, vegan matarræði er miklu árangursríkara fyrir kraftajötunna heldur en vaxtaræktarmenn. Þannig þú munt koma enn betur út úr því en ég.“
Hafþór svarar Kai og segist alveg geta hugsað sér að prófa þetta við tækifæri.
„Ég er til í að gefa öllu séns! Sérstaklega þegar það kemur frá goðsögnum eins og Arnold Schwarzenegger og Kai Greene“
Arnold Schwarzenegger framleiddi og kom fram í myndinni The Game Changers sem kom út í fyrra. Í myndinni er farið náið út í kjöt og þar á meðal kjötát hjá líkamsræktarfólki og öðru íþróttafólki.