fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Matur

Ketó múffur fyrir Hrekkjavöku: „Þessar eru sjúklega góðar“

Ketóhornið
Þriðjudaginn 29. október 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar eru aðeins of góðar – fullkomnar fyrir þá sem eru á ketó á Hrekkjavökunni sem gengur nú brátt í garð.

Hrekkjavökumúffur

Pumkin spice mix – Hráefni:

3 msk. kanill
2 tsk. engifer
2 tsk. múskat
1 tsk. allrahanda
1 tsk. negull

Aðferð:

Hræra öllu vel saman í skál.

Múffur – Hráefni:

3 egg
½ bolli púðruð sæta (ég nota powdered monkfruit)
½ bolli pumpkin puré (þ.e. hreint grasker)
2 tsk. pumpkin spice mix
¼ bolli kókosolíu (ég nota fljótandi)
1 msk. Smjör, bráðið
1 tsk. vanilla
5 msk. kókoshveiti
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt

Þessar múffur renna ljúflega niður.

Aðferð:

Hræra saman púðraða sætu, pumkin puré og pumkin spice mix. Bæta kókosolíu, smjöri og vanilludropum saman við og hræra vel. Síðan er kókoshveiti, lyftidufti og salti blandað saman við. Skipta deiginu á milli möffinsforma, en gott er að spreyja þau vel eða smyrja áður.

Rjómaostafylling – Hráefni:

45 gr rjómaostur
1 msk. púðruð sæta
½ tsk. vanilla
½ msk. rjómi

Aðferð:

Hræra öllu vel saman og blanda sirka einni teskeið í hverja köku með prjón eða skafti á teskeið. Hita ofninn í 175°C og baka í 25 til 28 mínútur, eða þar til prjónn kemur úr miðjunni þurr.

Þessar eru sjúklega góðar.

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“