fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. október 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í Yala í suðurhluta Taílands skaut sig nýlega í bringuna fyrir framan fullsetinn réttarsal. Þetta gerði hann í mótmælaskyni við pólitískan þrýsting á dómstóla í landinu.

Bangkok Post skýrir frá þessu. Fram kemur að dómarinn hafi verið nýbúinn að kveða upp dóm í máli þar sem fimm menn voru ákærðir fyrir morð. Hann taldi sig vera undir miklum þrýstingi um að sakfella mennina og dæma til dauða. En hann sýknaði þá vegna skorts á sönnunargögnum.

Rétt fyrir sjálfsvígstilraunina birti dómarinn 25 síðna langt skjal á Facebook þar sem hann skrifaði að yfirmenn hans við dómstólinn hafi skipað honum að sakfella mennina. Það hefði þýtt dauðadóm yfir þremur þeirra en fangelsisdóm fyrir tvo þeirra. Hann skrifaði einnig að svona væri þrýst á alla dómara landsins.

Málið hefur vakið upp miklar áhyggjur um að æðstu dómarar landsins misnoti stöðu sína til að þrýsta á ákveðnar dómsniðurstöður sem falla vel að ákveðnum pólitískum markmiðum. Þessu vísa talsmenn dómstóla landsins á bug.
Dómarinn er á sjúkrahúsi og er ekki lengur í lífshættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á