fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Skúli staðfestir að WOW air mun fljúga til Asíu á næsta ári

„Ég er ekki enn tilbúinn að ljóstra upp um hvaða staði við erum þar að horfa til“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júní 2017 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur staðfest að félagið muni hefja flug til Asíu á næsta ári. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í Markaðnum í dag.

„Ég er ekki enn tilbúinn að ljóstra upp um hvaða staði við erum þar að horfa til en þar er um að ræða flug til fjarlægari landa en við höfum fram til þessa verið að fljúga til,“ segir Skúli meðal annars í viðtalinu en meðal þeirra áfangastaða sem gera má ráð fyrir að komi til greina eru Kína og Japan meðal annars.

„Þegar það gerist munum við sjá, rétt eins og gerðist þegar við hófum beint flug til Kaliforníu, gríðarlega aukningu þaðan í ferðamannastraumi til Íslands. Ég get fullyrt það,“ segir Skúli.

WOW fær fjórar nýjar Airbus A330neo-vélar afhentar á næsta ári og er flugdrægni þeirra mikil, eða rúmir tólf tímar.

Skúli segir í viðtalinu að nú sé unnið að því að ákveða hvaða áfangastaðir verði fyrir valinu. Hann kveðst þeirrar skoðunar að til að lifa af í harðri samkeppni muni flug til Asíu skipta miklu fyrir WOW air.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda