fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Bandaríkjamenn létu íslensk stjórnvöld fá 355 milljónir króna fyrir aðstoðina

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. október 2019 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld hafa látið íslensk stjórnvöld fá sem nemur 355 milljónum króna vegna aðstoðar við rannsókn Silk Road-málsins svokallaða. Silk Road var sölusíða á myrkranetinu svokallaða, „Dark Web“, en þar var meðal annars hægt að kaupa fíkniefni með rafmyntinni Bitcoin.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Bandarísk yfirvöld hófu rannsókn á málinu árið 2013 og komu fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, meðal annars hingað til lands þar sem Silk Road var hýst hér á landi.

Í Fréttablaðinu kemur fram að andvirði ólöglegs ávinningur af lögbrotum sé oftar en ekki látinn renna til lögregluyfirvalda í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld ákváðu að 15 prósent þess fjár sem fékkst fyrir þá rafmynt sem gerð var upptæk í málinu myndi renna til íslensku lögreglunnar.

Lögum samkvæmt þurfti upphæðin að renna beint í ríkissjóð – en ekki beint til lögreglunnar hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að eftir að ljóst varð að upphæðin yrði lögð inn í ríkissjóð hafi verið ákveðið að hún rynni í sérstakan löggæslusjóð. Verður upphæðinni varið til rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni