Knattspyrnumenn eiga það til að brjóta lögin eins og aðrir en fjölmargir leikmenn hafa þurft að eyða tíma á bakvið lás og slá. The Mirror birti nöfn átta leikmanna í dag en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa fengið fangelsisdóm.
Ástæðan er sú að Dean Saunders fyrrum leikmaður Liverpool var dæmdur í fangelsi í dag, hann neitaði að blása í áfengismæli. Hann fer á bak við lás og slá, í tíu vikur.
Meira:
Fyrrum stjarna Liverpool dæmd í fangelsi: Dómarinn hraunaði yfir hann
Frægasta málið er mál vængmannsins Adam Johnson sem var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2016. Johnson eyddi þremur árum í fangelsi fyrir það að kyssa og káfa á 15 ára stelpu.
Fleiri þekktir leikmenn koma við sögu og við byrjum á Ian Wright, fyrrum framherja Arsenal.
Ian Wright
Wright var aðeins 19 ára gamall og var dæmdur í fangelsi árið 1982. Hann eyddi þar tveimur vikum fyrir það að borga ekki nokkrar sektir vegna hraðaksturs.
Joey Barton
Barton var dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí árið 2008 fyrir líkamsárás sem átti sér stað í Liverpool-borg. Hann þurfti þó aðeins að sitja inni í 74 daga.
Adam Johnson
Mál Johnson er líklega það þekktasta á þessum lista. Hann var í þrjú ár á bakvið lás og slá. Hann kyssti og káfaði á 15 ára stelpu.
Duncan Ferguson
Ferguson var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi árið 1995 en sat inni í 44 daga. Hann réðst að varnarmanninum Jock McStay í leik gegn Raith Rovers og skallaði hann í höfuðið.
Tony Adams
Adams var fundinn sekur um ölvunarakstur árið 1990 og eyddi 57 dögum í fangelsi. Adams greindi síðar frá því að fangelsisvistin hafi ekki hjálpað sér á neinn hátt.
Eric Cantona
Cantona þurfti aðeins að sitja inni í þrjá klukkutíma eftir að hafa verið dæmdur í tveggja vikna fangelsi. Hann sparkaði í stuðningsmann Crystal Palaca í leik liðsins við Manchester United.
Jermaine Pennant
Pennant var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi árið 2005 fyrir ölvunarakstur. Hann keyrði Mercedes bifreið sína á ljósastaur og var vel yfir löglegu marki.
Marlon King
King var dæmdur í 18 mánaða fangelsi árið 2009 en hann lék þá með Wigan. King var fundinn sekur um að hafa þuklað á konu og síðar nefbrotið hana.
Jan Molby
Molby er goðsögn hjá Liverpool eftir að hafa verið á Anfield í tólf ár, tímabilið 1988/89 var hann hins vegar dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Hann hafði gerst sekur um ofsaakstur.