fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Níu stórstjörnur sem setið hafa í fangelsi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumenn eiga það til að brjóta lögin eins og aðrir en fjölmargir leikmenn hafa þurft að eyða tíma á bakvið lás og slá. The Mirror birti nöfn átta leikmanna í dag en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa fengið fangelsisdóm.

Ástæðan er sú að Dean Saunders fyrrum leikmaður Liverpool var dæmdur í fangelsi í dag, hann neitaði að blása í áfengismæli. Hann fer á bak við lás og slá, í tíu vikur.

Meira:
Fyrrum stjarna Liverpool dæmd í fangelsi: Dómarinn hraunaði yfir hann

Frægasta málið er mál vængmannsins Adam Johnson sem var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2016. Johnson eyddi þremur árum í fangelsi fyrir það að kyssa og káfa á 15 ára stelpu.

Fleiri þekktir leikmenn koma við sögu og við byrjum á Ian Wright, fyrrum framherja Arsenal.

Ian Wright

Wright var aðeins 19 ára gamall og var dæmdur í fangelsi árið 1982. Hann eyddi þar tveimur vikum fyrir það að borga ekki nokkrar sektir vegna hraðaksturs.

Joey Barton

Barton var dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí árið 2008 fyrir líkamsárás sem átti sér stað í Liverpool-borg. Hann þurfti þó aðeins að sitja inni í 74 daga.

Adam Johnson

Mál Johnson er líklega það þekktasta á þessum lista. Hann var í þrjú ár á bakvið lás og slá. Hann kyssti og káfaði á 15 ára stelpu.

Duncan Ferguson

Ferguson var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi árið 1995 en sat inni í 44 daga. Hann réðst að varnarmanninum Jock McStay í leik gegn Raith Rovers og skallaði hann í höfuðið.

Tony Adams

Adams var fundinn sekur um ölvunarakstur árið 1990 og eyddi 57 dögum í fangelsi. Adams greindi síðar frá því að fangelsisvistin hafi ekki hjálpað sér á neinn hátt.

Eric Cantona

Cantona þurfti aðeins að sitja inni í þrjá klukkutíma eftir að hafa verið dæmdur í tveggja vikna fangelsi. Hann sparkaði í stuðningsmann Crystal Palaca í leik liðsins við Manchester United.

Jermaine Pennant

Pennant var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi árið 2005 fyrir ölvunarakstur. Hann keyrði Mercedes bifreið sína á ljósastaur og var vel yfir löglegu marki.

Marlon King

King var dæmdur í 18 mánaða fangelsi árið 2009 en hann lék þá með Wigan. King var fundinn sekur um að hafa þuklað á konu og síðar nefbrotið hana.


Jan Molby
Molby er goðsögn hjá Liverpool eftir að hafa verið á Anfield í tólf ár, tímabilið 1988/89 var hann hins vegar dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Hann hafði gerst sekur um ofsaakstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Haaland með tvennu í fyrsta leiknum

England: Haaland með tvennu í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu fallegt myndband á Anfield – Var einn ásamt stuðningsmönnum eftir leik

Sjáðu fallegt myndband á Anfield – Var einn ásamt stuðningsmönnum eftir leik
433Sport
Í gær

Leikmaður City nú orðaður við Forest

Leikmaður City nú orðaður við Forest
433Sport
Í gær

England: Markalaust í fyrsta leik dagsins

England: Markalaust í fyrsta leik dagsins
433Sport
Í gær

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“

Hefur óvænt selt meira en stórstjörnur á borð við LeBron og Messi – ,,Sú mest selda í heimi“
433Sport
Í gær

Verður ekki með um helgina og allt bendir til þess að hann fari

Verður ekki með um helgina og allt bendir til þess að hann fari