fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Kynning

Með VivoBook í veskinu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2019 10:00

VivoBook 15 X512FA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú með fartölvu sem uppfyllir þín skilyrði? VivoBook-fartölvurnar frá Asus eru ótrúlega fágaðar í útliti og öflugar miðað við stærð. Þær eru þunnar og léttar og því einstaklega meðfærilegar. Hér eru nokkrar fartölvur sem við mælum með:

 

Létt og nett á fundi eða í ferðalagið

VivoBook L406MA frá Asus er handhafi RedDot-verðlaunanna 2018 fyrir einstaklega vel hannaða umgjörð. Hún er þunn og aðeins 1,3 kíló og því auðvelt að grípa hana með á fundi eða í ferðalagið. Vélin er með fjögurra kjarna Intel Pentium-örgjörva sem auðveldar hvers kyns vinnslu. Hún er öflug þrátt fyrir að vera einföld – og hún kostar aðeins 69.995 kr. í Tölvulistanum!

VivoBook L406MA.

Fyrir aukin þægindi

Fyrir fólk sem gerir aðeins meiri kröfur, þá er VivoBook 14 X420FA frá Asus tilvalin. Hér er á ferðinni lítil og nett, einstaklega meðfærileg fartölva með 14 tommu skjá, i5 örgjörva, 8GB minni og 256GB SSD. Hún er útbúin með fjögurra hliða rammalausum NanoEdge-skjá, sem þýðir að tölvan er nettari án þess að skjástærð sé fórnað. Að auki er hún með ErgoLift-lömum sem lyfta lyklaborðinu og gefa því smá halla, fyrir aukin þægindi. Hvort sem þú þarft tölvu fyrir vinnuna eða til afþreyingar heima fyrir þá er VivoBook 14 fyrir þig.

VivoBook 14 X420FA.

Fyrir fólk á flakki

Ein vinsælasta fartölvan þessa dagana er VivoBook 15 F512FA-EJ061T frá Asus, enda tikkar hún í öll boxin. 15,6“ skjár, 8. kynslóð Intel i5 örgjörvi, 8GB minni og 256GB SSD. Hún er einnig með NanoEdge rammalausum skjá og ErgoLift-lömum, til að létta álagið á úlnliðina. Að auki býður tölvan upp á hraðhleðslu svo hún hentar sérstaklega fyrir ferðalanga og lítið mál að taka tölvuna með sér á flakk.

VivoBook 15 F512FA-EJ061T.

Öflug fartölva fyrir þá sem gera miklar kröfur

Ef þú ert að leita að öflugri fartölvu, þá er VivoBook 15 X512FA frá Asus fyrir þig. Hún er útbúin 8. kynslóðar Intel i7 örgjörva, 8GB DDR4 minni sem má stækka í 12GB. Hún er því fullkomin fyrir fólk sem vinnur í mörgum verkefnum í einu eða keyrir þyngri forrit. Þessi tölva inniheldur einnig ASUS SonicMaster hljóðtækni, en þessi tækni skerpir hljóðið, síar frá suð og tryggir virkilega tæran hljóm.

 

Úrvalið er ótrúlegt í Tölvulistanum og allir ættu að geta fundið fartölvu við hæfi. Ef þú ert í einhverjum vafa getur þú kíkt við í næstu verslun Tölvulistans eða sent tölvupóst á sala@tl.is til að fá frekari ráðgjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum