fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Trump borgaði heilsíðuauglýsingar og krafðist dauðarefsingar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttaröðin When They See Us sem frumsýnd var á Netflix þann 12. júní 2019 er byggð á atburðum sem gerðust árið 1989, Skokkarinn í Central Park (e. Central Park jogger case). Þættirnir fylgja fimm sakborningum málsins og fjölskyldum þeirra, sem búsettir eru í íbúðablokk í Harlem-hverfinu í New York. Þáttaröðin hefur fengið eindóma lof og athygli og er líklegt að hún verði tilefnd til og hljóti verðlaun á komandi verðlaunahátíðum. Einvalalið leikara er í þáttunum, bæði þekktir og óþekktir, og standa yngri leikararnir sem flestir voru óþekktir fram að þessu sig með stakri prýði.

Fimm drengir á aldrinum 14-16 ára voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu vegna hrottalegrar nauðgunar á konu í Central Park. Nafni hennar var haldið frá fjölmiðlum í fyrstu til að gefa henni friðhelgi, en málið er eitt af umtöluðustu sakamálum níunda áratugarins, bæði meðal almennings og í fjölmiðlum. Drengjahópnum var skipt í tvennt fyrir dómsmeðferð, en sá elsti var orðinn 16 ára og því ákærður og sakfelldur sem fullorðinn einstaklingur. Sat hann í 13 ár í alræmdustu fangelsum New York-fylkis, meðan hinir sátu inni í sjö ár í unglingafangelsum. Árið 2002 játaði fangi að hafa nauðgað og barið fórnarlambið og voru drengirnir fimm, þá orðnir ungir menn í fangelsi, sýknaðir af verknaðinum. Árið 2003 kröfðust þeir bóta frá New York-borg vegna rangra sakargifta og fengu bætur greiddar ellefu árum síðar, þær hæstu í sögu borgarinnar á þeim tíma. Þeir kröfðu einnig fylkið um bætur og fengu þær greiddar árið 2016.

Auglýsing Trump á sínum tíma.

Þættirnir eru einstaklega vel gerðir og leiknir og eru áhugaverð heimild um eitt umtalaðasta sakamál seinni áratuga og það réttarmorð sem framið var gagnvart fimm börnum. Í þeim kemur meðal annars fram að athafnamaðurinn Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, trúði einlæglega á sekt drengjanna og borgaði persónulega fyrir heilsíðuauglýsingar í dagblöðum, þar sem hann krafðist þess að dauðarefsing yrði tekin upp aftur. Ljóst er að ef af henni hefði orðið hefðu fimm saklaus börn verið tekin af lífi í New York-fylki á tíunda áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs