fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Davíð Oddsson miklu hættulegri andstæðingur Sjálfstæðisflokksins en vinstri menn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júlí 2019 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrrverandi Seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, hafi tekist það sem vinstri flokkum hafi aldrei tekist, þrátt fyrir hatrammar tilraunir í áratugi: Að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn.

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist með stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu hér á landi að það hefur andað köldu á milli Davíðs og núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins. Hefur Morgunblaðið, og þá gjarnan þegar Davíð beitir sínum penna, hæðst að formanni flokksins og nokkrum forystumönnum og ráðherrum hans. Morgunblaðið virðist mjög andsnúið Orkupakka 3 sem Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að keyra í gegnum Alþingi ásamt samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Össur telur að Davíð sé að leiða Sjálfstæðisflokksinn inn í tíma hjaðningavíga og áhrifaleysis. Hann skrifar um þetta:

Davíð Oddssyni er að takast það sem vinstri mönnum tókst aldrei – að rífa sundur Sjálfstæðisflokkinn. Allt bendir til að ritstjóra Moggans sé að takast að leiða flokkinn inn í skeið hjaðningavíga og langvarandi áhrifaleysis í stjórnarandstöðu. Allt er það í boði sægreifanna sem eiga Moggann og borga bæði tapið af honum og laun Davíðs. Hann er langáhrifamesti stjórnarandstæðingurinn í dag og fyrir vinstri vænginn ígildi vel þjálfaðrar fimmtu herdeildar….

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni