fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Elsta kona í heimi er látin 117 ára gömul

Var síðasta eftirlifandi manneskjan sem fæddist á 19. öld

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. apríl 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsta kona í heimi er lést á Ítalíu í dag 117 ára gömul. Emma Morano fæddist þann 29 nóvember árið 1899 í Piedmont héraði á Ítalíu. Hún var eina manneskjan sem fæddist á 19. öld sem var enn á lífi.

Emma Morano var elst af átta systkinum og lifði þau öll. Hún lést á heimili sínu í borginni Verbiana á norður Ítalíu. Líf Emmu náði ekki einungir yfir þrjár aldir, hún lifði einnig af ofbeldisfullt hjónaband, missi einkasonarins, tvær heimstyrjaldir og yfir 90 ítalskar ríkisstjórnir.

Morano þakkaði genunum að hluta til langlífi sitt, móðir hennar varð 91 ár og nokkrar systra hennar náður 100 ára aldri. En hún taldi langlífi sitt einnig stafa að frekar sérstöku mataræði hennar sem innihélt þrjú egg á dag, þar af tvö hrá.

Eggin þrjú borðaði hún daglega í yfir 90 ár eða frá því að læknir sagði hana haldna blóðleysi. Emma hafði þó nýlega minnkað skammtinn niður í tvö egg og nokkrar kexkökur. Læknirinn hennar til 27 ára sagði í samtali við AFP fréttastofuna að hún hefði mjög sjaldan borðað grænmeti eða ávexti.

„Þegar ég kynntist hennar borðaði hún þrjú egg á dag, tvö hrá á morgnanna og eggjaköku í hádeginu og kjúkling á kvöldin.“

Morano sagði einnig að langlífi hennar stafaði af ákvörðun hennar að henda eiginmanni sínum út árið 1938, ári eftir að sonur hennar dó einungis sex mánaða gamall. Hún sagði hjónabandið aldrei hafa verið heilbrigt. Hún hafði verið ástfangin af strák sem dó í fyrri heimstyrjöldinni og langaði ekkert að giftast einhverjum öðrum.

Hún sagði í viðtali við Ítalskt dagblað þegar hún var 112 ára að hún hefði ekki haft neitt val. „Hann sagði við mig: „Ef þú ert heppin þá giftistu mér, eða ég drep þig.“ Ég var 26 ára. Ég giftist honum.“

Það varð henni þó að lokum ofviða. En þrátt fyrir að þau hafi hætt að búa saman árið 1938 voru þau gift þar til hann dó árið 1978. Emma Morano hélt áfram að vinna þar til hún varð 75 ára gömul og ákvað að giftast aldrei aftur.

Samkvæmt bandarískri stofnun í öldrunarrannsóknum er elda manneskja heim núna hin jamaíska Violet Brown, hún var fædd þann 10. Mars árið 1900.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni