fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Heimamenn eyðilögðu hátíð nýnasista með snilldarbragði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 07:01

Norrænir nýnasistar í mótmælagöngu. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina ætluðu nýnasistar að halda hátíð í austurþýska bænum Ostritz. Það fór ekki vel í yfirvöld og heimamenn sem gripu til sinna ráða til að koma í veg fyrir að hátíðin færi fram. Óhætt er að segja að óvenjulegum brögðum hafi verið beitt.

Fyrst fjarlægði lögreglan allt alkóhól á hátíðarsvæðinu því dómur hafði verið kveðinn upp um að áfengisneysla væri bönnuð á svæðinu. Raunum nýnasistanna var ekki þar með lokið því næst tæmdu íbúar bæjarins áfengi úr öllum verslunum á svæðinu. Lögreglan lagði hald á 4.400 lítra af bjór og heimamenn keyptu ótilgreint magn.

Þar með máttu á milli fimm- og sexhundruð þátttakendur komast í gegnum hátíðina „Schild und Schwert“ (Skjöldur og sverð), sem fram fór í Ostritz á föstudag og laugardag, algjörlega án alkóhóls.

Samkvæmt tölum frá þýsku leyniþjónustunni búa um 12.700 hægri öfgamenn, sem mögulega gætu verið ofbeldisfullir, í Þýskalandi.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á laugardag, að enn stafaði ógn af hægri öfgamönnum, nýlegt morð á þýskum stjórnmálamanni sýni fram á þetta. Merkel sagði að það yrði að berjast gegn hægri öfgamönnum og að stjórnvöld taki ógnina sem stafi frá þeim mjög alvarlega.

Morðið á stjórnamálamanninnum, Walter Lübcke, sem var í sama flokki og Merkel, vakti mikinn ugg meðal Þjóðverja. Walter Lübcke, sem var 65 ára, fannst særður á veröndinni við hús sitt, rétt eftir miðnætti hinn 2. Júní. Hann var úrskurðaður látinn tveimur tímum síðar.

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum höfðu Lübcke borist líflátshótanir – mögulega vegna frjálslyndar stefnu hans í málum flóttamanna. 45 ára gamall hægri öfgamaður hefur verið handtekinn fyrir morðið, eftir að DNA úr hinum fannst á vettvangi glæpsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 1 viku

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár