fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Rapparinn Pusha T kemur í stað Ritu Ora á Secret Solstice

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Pusha T kemur í stað Ritu Ora sem aflýsti komu sinni á Secret Solstice. Hann er amerískur rappari með meiru sem hefur starfað undir merki Kanye West. Mikill fengur er talinn vera í því að fá þennan þekkta tónlistarmann til landsins. Secret Solstice sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna málsins:

Það er óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera á skrifstofu Secret Solstice í dag

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag þá þurfti Rita Ora að fresta framkomu sinni á Secret Solstice til næsta árs vegna veikinda. Þegar aðstandendur hátíðarinnar höfðu veður af því á mánudaginn að hún væri veik og gæti hugsanlega ekki komið fram á hátíðinni hófst þegar í stað vinna við að finna hugsanlegan staðgengil. Í dag sendi Rita síðan út yfirlýsingu þess efnis að ekkert yrði af framkomu hennar á hátíðinni. Þegar það var ljóst að ekkert yrði af framkomu Ritu á hátíðinni var strax farið í það að ganga frá samningum við nýjan listamann og tókust samningar við bandaríska Rapparann Pusha T um að hlaupa í skarðið.

Pusha T er amerískur rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðndi. Frá árinu 2010 hefur hann starfað undir merki Kanye West‘s GOOD Music Imprint, sem er undir risanum Def Jam Recordings og frá árinu 2015 gerði Kanye West hann að forseta GOOD Music. Nýjasta plata rapparans, Destiny, var tilnefnd til Grammy verðlauna sem plata ársins nú í ár.

Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drake hissa yfir brjóstastærð Guggu

Drake hissa yfir brjóstastærð Guggu
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019