fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Mæðgur hittust í fyrsta sinn í 81 ár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. maí 2019 19:00

Mæðgurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir 104 ára afmælisdag sinn hitti hin írska Elizabeth 81 árs dóttur sína í fyrsta sinn síðan hún fæddist. Dóttirin, Eileen Macken ólst upp á munaðarleysingjahæli í Dublin og hafði aldrei hitt móður sína þrátt fyrir að hafa leitað hennar í rúmlega 60 ár.

Á síðasta ári setti hún sig í samband við írska útvarpsþáttinn Liveline og bað um aðstoð við að komast að hvort móðir hennar væri enn á lífi. BBC skýrir frá þessu. Fyrr á þessu ári fékk hún síðan símtalið sem hana hafði dreymt um allt sitt líf. Ættfræðingur hafði haft uppi á móður hennar sem býr nú í Skotlandi.

„Þegar ég heyrði þetta var ekkert sem gat aftrað mér frá að reyna að heimsækja hana.“

Sagði Eileen sem fór til Skotlands í apríl til að hitta konuna sem hafði spilað stórt hlutverk í huga hennar alla tíð.

„Hún er falleg kona sem á frábæra fjölskyldu. Þau tóku frábærlega á móti mér.“

Sagði Eileen í samtali við Írska ríkisútvarpið og bætti við að hún svifi á skýi eftir að hafa loks hitt móður sína.

„Ég sagði að við kæmum frá Írlandi og hún sagði: „Ég fæddist á Írlandi.“ Ég sagði: „Veistu hvað, ég er dóttir þín.“ Hún horfði bara á mig og svo tók hún í hönd mér.Ég held að hún hafi ekki alveg skilið þetta en það voru svona tengsl á milli okkar. Þetta var frábært.“

Eileen, sem á tvö börn, komst einnig að því að hún á tvo hálfbræður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi