fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Kynning

Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“

Kynningardeild DV
Þriðjudaginn 7. maí 2019 09:30

Málverk af Yöntru. Við erum stundum með málverkasýningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærleikurinn ræður ríkjum að Þverholti 5 í Mosfellsbæ, en þar er Kærleikssetrið til húsa. Starfsemina stofnaði Friðbjörg Óskarsdóttir árið 2005 og býður hún þar upp á fjöldann allan af meðferðum, námskeiðum, hugleiðslustundum og hópvinnu til þess að heila líkama og
sál.

„Í setrinu er fjallað um allt sem lýtur að þroska manneskjunnar, jafnt andlegum, sálrænum og líkamlegum þroska, því það er ekki til sú manneskja sem er bara líkamleg,“ segir Friðbjörg, sem er stundum kölluð amman í andlega geiranum. Þá bætir hún við að það sé hennar ástríða að koma því til skila sem hún hefur öðlast.

„Mér finnst fólk vera endalaust að kvarta yfir því að það sé orkulaust. En það er ekki eitthvað sem ég finn fyrir. Við búum yfir þeim eiginleika að líkaminn getur búið til endorfín og það er ekkert annað en verkjalyf,“ segir Friðbjörg. „Mín trú er sú að hver og ein manneskja búi yfir öllum svörum sem nauðsynleg eru í lífinu. Það eina sem ég get gert er að leiðbeina öðrum. Ég kenni fólki að hlusta á innsæið. Það er svo mikilvægt að gera það. Ég lít aldrei á neitt sem erfiðleika, bara áskoranir og verkefni. Við búum yfir svo mörgu og kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“

Hjörtur Magni og Friðbjörg „Heilunarmessa“ í Fríkirkjunni.

Vinsælir gufuklefar

Spurð um komandi nýjungar í Kærleikssetrinu segir Friðbjörg að nú séu komnir fastir nuddtímar ásamt innrauðum gufuklefum. Læknisfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að innrauð geislun er sérstaklega góð fyrir bæði vefi og líffæri. Þessir klefar eru mjög vinsælir því þeir gera mikið fyrir bæði heilsu og líkamann. Boðið verður upp á staka tíma og tíu tíma kort. Einnig tíma í nuddi og sána.

„Þetta er alveg meiriháttar fyrir líkamann,“ segir Friðbjörg. „Það er heilmikið sem
þetta gerir og styrkir meðal annars hjarta og æðakerfi auk þess að auka blóðflæði.“

Innrauð orka, ólíkt öðrum orkuformum, notar ekki loftið til að flytja hitann. Mikill kostur innrauða hitans er að hann fer dýpra inn í húð og líkama heldur en hiti frá hefðbundnu gufubaði og það við tiltölulega lágt hitastig sem reynir þar af leiðandi minna á líkamann.

Nánari upplýsingar má nálgast með Kærleikssetrið er að Þverholti 5, Mosfellsbæ.

Sími 567-5088 og 862-0884

netfang: kaerleikssetur@kaerleikssetur.is

Heimasíða: kaerleikssetrid.is og Facebook: Kaerleikssetrid.Mosfellsbae.

Salurinn í Kærleikssetrinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum