fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Yfirheyrslan: Hjálmar Örn Jóhannsson

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 5. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Örn Jóhannsson er 45 ára samfélagsmiðlastjarna. Hann sló í gegn með með leikþáttum sínum á Snapchat þar sem hann bregður sér í hin ýmsu gervi, til dæmis sem Hvítvínskonan, Kagginn og gervifemínistinn Karl Magnason Önnuson Sigrúnarson. Árið 2018 lék hann stórt hlutverk í kvikmyndinni Fullir vasar. DV tók Hjálmar Örn í Yfirheyrslu.

 

Hjúskaparstaða og börn?

Ég er í sambandi og á fjögur börn.

 

Hver er fallegasti staður á landinu?

Árbærinn í Reykjavík, hverfi 110 og Langanes.

 

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki?

Ég ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta, og þá helst að spila með jaðarliði sem myndi ekki vinna mikið.

 

Notar þú rakspíra?

Alltaf.

 

Trúir þú á karma?

Já.

 

Versta ráð sem þú hefur fengið?

Það var „Stattu alltaf fast á þínu.“ Maður á alls ekki að standa fast á sínu ef maður hefur rangt fyrir sér.

 

Áttu leyndan hæfileika?

Já, ég get haldið á svakalegum fjölda af rauðvínsglösum í höndinni. Ég lærði það þegar ég vann sem þjónn í Norður-Wales.

 

Hvernig gekk þér í samræmdu prófunum?

Ég rétt slapp og náði. Einkunnirnar mínar fara ekki í sögubækurnar.

 

Hvort heldur þú með Tomma eða Jenna?

Tommi. Jenni var óþokki og það kemur sífellt betur í ljós með meiri umræðu um þá tvo.

 

Hverjir eru mannkostir þínir?

Að ég sé jákvæður.

 

En lestir?

Að ég sé of jákvæður.

 

Fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem þú kaust?

Það var Alþýðuflokkurinn.

 

Ertu matvandur?

Nei, ég borða allt nema smokkfisk.

 

Hvaða dýr lýsir skapgerð þinni best?

Kóalabjörn.

 

Með hvaða íþróttaliði heldur þú á Íslandi?

Fylki.

 

Uppáhaldshljómsveit?

The Smiths og Joy Division.

 

Fyrsta atvinnan?

Það var við bílaþvott.

 

Eitthvað að lokum?

„Ef enginn er eins þá er enginn venjulegur.“ Munið þetta gott fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi