fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Tilviljun? – Ótrúleg staðreynd um Eurovision-framlag Ísraela

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 16:00

Kobi Marimi er fulltrúi Ísrael.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelar hafa loksins afhjúpað sitt framlag til Eurovision, en keppnin verður haldin í Tel Aviv í maí þar sem sigurlag síðasta árs, Toy með Nettu, var ísraelskt.

Kobi Marimi er fulltrúi Ísrael með lagið Home. Það vær svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að lagaheitið byrjar á H. Það er nefnilega þannig að Ísraelar hafa alltaf keppt með lagi sem ber upphafsstafinn H í lagatitlinum árið eftir að þeir vinna keppnina.

Ísrael sigraði fyrst í Eurovision árið 1978 þegar Izhar Cohen og Alphabeta gerðu allt vitlaust með laginu A-Ba-Ni-Bi. Árið eftir voru Gali Atari og Milk and Honey fulltrúar Ísraels með lagið Hallelujah, en sá lagatitill byrjar auðvitað á H-i. Ísraelar unnu reyndar árið 1979 en gátu ekki haldið keppnina árið 1980 og féll það því í hlut Hollands að gera það. Erfitt reyndist að ákveða dagsetningu fyrir keppnina og fór það loks svo að keppnin var haldin á deginum Yom HaZikaron, dagur þar sem fallinna hermanna og fórnarlamba hryðjuverka er minnst í Ísrael. Af þessum sökum drógu Ísraelar sig úr keppninni árið 1980.

Svo var það árið 1998 sem Dana International kom, sá og sigraði með lagið Diva. Árið eftir sendu Ísraelar lagið Happy Birthday í flutningi Eden. Og á hvaða staf byrjar lagaheitið? Jú, H-i.

Það er því mögnuð tilviljun að lag Ísraela í ár heiti Home og verður spennandi að sjá hvernig því gengur í keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife