fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Hatari á niðurleið: Líkurnar á sigri í Eurovision dvína

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlög hinna ýmsu þjóða til Eurovision eru frumflutt nánast daglega um þessar mundir og því breytist staða laga á lista Eurovision World yfir þau lönd sem eru líklegust til sigurs ansi ört.

Þegar að Hatari sigraði í Söngvakeppninni með lagið Hatrið mun sigra skaust Ísland upp í fjórða sæti á listanum og sat þar þangað til lagið Replay með Tömtu frá Kýpur var frumflutt. Þá hrifsaði Kýpur til sín fjórða sætinu og Ísland sat í því fimmta.

Nú hefur hins vegar hinn hollenski Duncan Laurence með lagið Arcade skotið sér í þriðja sætið sem Ítalinn Mahmood með lagið Soldi vermdi. Þetta hefur ruglað toppbaráttunni allsvakalega og ýtt Hatara niður í sjötta sætið.

Það breytist hins vegar lítið á toppnum. Í fyrsta sæti trónir Rússinn Sergey Lazarev, þó lag hans hafi ekki verið afhjúpað, og Svíar eru í öðru sæti þó þeir hafi hvorki valið sér flytjanda né lag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun