fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Morgunblaðið sakar Eflingu um að reyna að ræna ríkisstjórnina völdum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. febrúar 2019 08:31

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farið er hörðun orðum um framgöngu verkalýðsfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum í Staksteinum Morgunblaðsins í dag – og þá sérstaklega um kröfur félagsins á hendur ríkisstjórninni í tenglum við viðræðurnar.

Í pistlinum segir að ekki sé óþekkt að ríkisstjórn komi að kjarasamningum á lokametrunum til að höggva á hnútinn og liðka fyrir samningum. Hins vegar leysi það ekki samningsaðila undan ábyrgð:

„Þeir geta ekki sett fram fullkomlega óraunsæjar kröfur og beðið svo eftir að ríkisvaldið skeri þá úr snörunni.

Þá er afar sérkennilegt, svo vægt sé til orða tekið, þegar settar eru fram kröfur á hendur kjörnum fulltrúum almennings um að þeir afsali sér valdi í hendur fólks í einu verkalýðsfélagi sem að auki hefur veikt umboð eftir rýran stuðning félagsmanna í kosningu.“

Þá telur Morgublaðið þá kröfu Eflingar að ríkisstjórnin taki til framkvæmda skattabreytingatillögur þeirra Stefáns Ólafssonar og Indriða Þorlákssonar fráleita:

„Það að Efling telji raunsætt eða viðeigandi að gera kröfu um að tiltekin skýrsla tveggja áhugamanna um aukna skattheimtu verði gerð að skattastefnu Íslands er verulegt áhyggjuefni. Ríkisstjórn sem féllist á slíka kröfu gæti eins hætt störfum samdægurs. Hún hefði þegar sýnt að hún væri búin að missa tökin.“

Morgunblaðið segir að staðan sé alvarlega í kjaraviðæðunum og framganga Eflingar verði að breytast ef ekki eigi illa að fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn