fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Hamborgarakóngurinn svaf á skrifstofunni

– Tommi á Búllunni fylgist nú með rekstri hamborgaraveldis síns frá hliðarlínunni – Hefur ekki náð fullum tökum á velgengninni – Jólin í Los Angeles eftirminnileg

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. desember 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Andrés Tómasson, eða Tommi á Búllunni, situr við skrifborðið sitt á fimmtu hæð stóra turnsins í Kringlunni og talar í farsímann þegar blaðamann DV ber að garði. Þessi óumdeildi hamborgarakóngur landsins er í svörtum jakkafötum og skyrtu enda nýbúinn að flytja jólahugvekju fyrir 150 manns á skrifstofu ríkisskattstjóra. Borðið sem hann situr við keypti hann af Hard Rock Café, ásamt öðrum innanstokksmunum veitingastaðarins, þegar honum var lokað fyrir ellefu árum. Skrifstofan minnir um margt á Hamborgarabúllur Tómasar en hún er skreytt veggspjöldum, stuttermabolum og myndum sem tengjast ævistarfi Tomma á einn eða annan hátt.

Árin eftir námstímann í Bandaríkjunum einkenndust af miklu reiðileysi og drykkju sem leiddu til þess að Tommi skildi við þáverandi eiginkonu sína og átti erfitt með að halda sér í starfi. Honum þótti hann vera aleinn og yfirgefinn og nýkominn úr meðferð fór þessi menntaði matreiðslumaður á fertugsaldri að steikja hamborgara á stað sem vinur hans átti og hét Winnies. Rúmu ári síðar var hann búinn að opna þrjá Tommahamborgarastaði og orðinn landsfrægur. Í viðtali sem birtist í Vísi í september 1981, eða um hálfu ári eftir að fyrsti Tommastaðurinn var opnaður, kom fram að hann væri á góðri leið með að verða krýndur „Keisari íslenska hamborgaraveldisins“.

Tommahamborgarar höfðu ekki verið opnir nema í um hálft ár þegar Mercedes Benz-kaup Tómasar rötuðu í dagblaðið Vísi. Á þeim tíma hafði honum tekist að opna þrjá staði og var orðinn landsfrægur.
Viðtalið Tommahamborgarar höfðu ekki verið opnir nema í um hálft ár þegar Mercedes Benz-kaup Tómasar rötuðu í dagblaðið Vísi. Á þeim tíma hafði honum tekist að opna þrjá staði og var orðinn landsfrægur.

„Þegar ég opnaði Tommahamborgara árið 1981 þá svaf ég ásamt þáverandi eiginkonu minni, Helgu Bjarnadóttur, sem var sem klettur mér við hlið í rekstrinum, á skrifstofunni sem var ekki mikið stærri en þessi í átta mánuði. Síðan gekk allt mjög vel og ég keypti mér hús og ég veit ekki hvað. Síðan opnaði ég Sprengisand í enda árs 1985 og þá þurftum við að fara aftur inn á skrifstofuna og það voru enn þyngri skref. Þar bjó ég í þrettán mánuði. Svo eftir að ég opnaði Hard Rock Café í Kringlunni árið 1987 keypti ég mér hús nálægt verslanamiðstöðinni og þurfti aldrei aftur að sofa á skrifstofunni.“

Við skulum vona að þú þurfir aldrei að sofa hérna inni.

„Já, við skulum vona það eða að það verði á öðrum forsendum ef það verður.“

Textinn er brot úr helgarviðtali DV við Tomma

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?