fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Borðar kótilettur á gamlárskvöld

Páll Óskar Hjálmtýsson verður á Spot en ekki á Sjallanum á Akureyri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. desember 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð heima hjá bróður mínum, honum Matthíasi, á gamlárskvöld en hann eldar kótilettur með brúnum kartöflum, rauðkáli og Ora grænum baunum, alveg eins og mamma gerði,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við DV.

Páll Óskar treður upp á Pallaballi á Spot í Kópavogi í kvöld en hann hefur síðastliðin tólf ár varið þessu síðasta kvöldi ársins á Akureyri. Þar hefur söngvarinn haldið ball á skemmtistaðnum Sjallanum fyrir fullu húsi.

„Fjölskyldan var farin að sakna mín og ég hennar og ég verð með henni og svo tel ég í ballið. Ég er yngstur sjö systkina og þetta verður æðislegt,“ segir Páll Óskar og tekur fram að hann muni spila sína eigin tónlist í bland við önnur partílög og diskó.

Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann á Akureyri og hafa ófáar hljómsveitir haldið þar nokkur lokaböll. Palli kvaddi skemmtistaðinn í desember 2014 með stóru balli en þá stóð til að hann yrði rifinn í ársbyrjun 2015. Söngvarinn hélt aftur á móti tónleika þar á gamlárskvöld í fyrra sem var þá alvöru lokaballið. Íslandshótel keyptu Sjallann og húsin í kringum hann síðasta sumar og tilkynntu að húsið yrði rifið eftir um tvö ár.

„Það er ekki búið að loka Sjallanum en hann verður rifinn. Núna er það alveg ljóst og það verða þarna framkvæmdir og væntanlega byggt hótel. Nú verður ekki haldið stórt gigg á Akureyri nema með því að leigja íþróttahús og þá þarf að fá hljóðkerfi og fleira með þeim kostnaði sem því fylgir. Ég mun sakna hússins enda spilað þar í yfir tuttugu ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?