fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Segja Ástu Guðrúnu sýna Guðna óvirðingu: „Þetta er ekki viðeigandi gagnvart þjóðhöfðingja“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 2. desember 2016 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð að segja að mér finnst þetta alls ekki sú virðing sem Guðni Th á skilið frá þessari þingkonu. Þessi brandari er kannski í lagi í vinahópi, en hann á svo sannarlega ekki við í forsetaveislu á Bessastöðum,“ skrifar Ingólfur Þorleifsson og deilir mynd sem birtist á Vísi. Þar var fjallað um hóp nýrra þingmanna sem mættu í veislu á Bessastaði en Guðni Th. Jóhannesson var gestgjafinn.

Andrés Ingi skrásetti ferðasöguna og birti myndir. Ein mynd hefur þó vakið meiri athygli en aðrar og var birt í frétt á Vísi. Sú mynd sem hefur verið gagnrýnd er af Andrési og forsetanum. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata stendur fyrir aftan þau og gerir kanínueyru á forsetanum með fingrunum.

Myndin hefur nú farið á flug á Facebook og er Ásta Guðrún gagnrýnd harðlega og sögð sína embættinu óvirðingu. Þór Jónsson lögmaður og fyrrverandi blaðamaður segir einfaldlega: „Kjánar eru þetta.“

Sveinbjörg Birna deilir skrifum Ingólfs og segir:

„Ef þetta er virðingin fyrir forsetanum, forsetaembættinu og þingmanninum þá þarf ekki bara Guð að blessa Ísland, heldur þjóðin öll að vakna af meðvirknisdraumnum.“

Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri Vesturlands tekur í svipaðan streng og segist vona að myndin sé afskræmd í myndvinnsluforriti.

„Ef ekki þá getum við gleymt brúnhæsnamálinu og snúið okkur að þessu því þessi mynd gæti hæglega farið sína sigurför um heiminn.“

Halldór Halldórsson borgarfulltrúi deilir sömu skrifum og segir:

„Ég er sammála Ingólfi um að þetta er ekki viðeigandi gagnvart þjóðhöfðingja.“

Þá hefur myndinni verið deilt í hinar ýmsu grúppur þar sem hneykslast er á framgöngu þingmannsins. En svo eru aðrir sem telja sprell þingkonunnar ekki alvarlegt. Halldór Högurður rithöfundur og háðfugl segir: „Maður þarf virkilega að kunna vel við einhvern til að lauma á hann kanínueyrum við myndatöku.“

Ekki náðist í Ástu Guðrúnu Helgadóttur.

Uppfært Ásta heldur fram að forsetinn hafi verið með í ráðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni