fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Airbnb vill greiða þér fyrir að búa á Ítalíu í 3 mánuði

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 4. febrúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Ítalía er draumalandið þitt þá sérð þú þér kannski hag í að sækja um hjá Airbnb, en fyrirtækið hyggst greiða fjórum einstaklingum fyrir að búa í þorpinu Grottole til að „upplifa dreifbýlislíf Ítalíu.“

Viðkomandi munu fá kennslu í ítölsku ásamt kennslu í ræktun matjurta sem karlmaður að nafni Andrea mun sjá um.

Einnig er kennsla í að elda ekta ítalskan mat sem dásamleg kona að nafni Rosa mun sjá um og einnig er nægur tími til að kynnast ítalska landslaginu með því að ferðast um á bíl.

Þetta hljómar sem draumur fyrir marga, en er staðreynd sem bærinn Grottole þarf á að halda því þar búa aðeins 300 manns og bæjarbúar eru hræddir um að bærinn muni tæmast í náinni framtíð eftir því sem fleiri flytja til nálægra stórborga.

Á meðan á dvölinni stendur munu aðilarnir einnig vinna sjálfboðavinnu fyrir félagið Wonder Grottole sem hefur það að markmiði að „endurnýja miðbæinn og sögu hans.“

„Fluttu burt úr ys og þys borgarinnar og gerstu íbúi tímabundið í þorpi í suður-Ítalíu.

Sökktu þér í staðbundna menningu og uppgötvaðu hvernig á að tala, hegða þér og elda á ítalskan hátt. Þú færð einnig að styðja við samfélagið með því að segja frá upplifun þinni á Airbnb. Markmið þitt? Að hjálpa til við að endurlífga fámenna þorpið Grottole.“

Hægt er að sækja um fyrir 17. febrúar kl. 11.59 hér.

Rétt er þó að taka fram að einstaklingar búsettir á Íslandi geta ekki tekið þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“