fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Sport

Manchester United að kaupa sænskan varnarmann fyrir rúma fimm milljarða

Victor Lindelöf er 22 ára gamall varnarmaður sem spilar með Benfica

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. desember 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski landsliðsmaðurinn Victor Lindelöf hjá Benfica virðist vera á leið til Manchester United. Breska blaðið Mirror greindi frá því að dag að Svíinn hefði tilkynnt vinum sínum að félagaskiptin myndu ganga í gegn í janúar. Talið er að United greiði Benfica 38 milljónir punda fyrir leikmanninn, 5,3 milljarða króna.

Lindelöv er 22 ára gamall varnarmaður sem hefur spilað fyrir Benfica frá árinu 2012. Hann gekk í raðir portúgalska félagsins frá Västerås SK í heimalandi sínu.

Lindelöf braust inn í aðallið Benfica á síðustu leiktíð en þá spilaði hann 25 leiki í það heila. Það sem af er þessu tímabili hefur Lindelöf spilað 21 leik og verið lykilmaður hjá liðinu. Þá hefur hann spilað ellefu landsleiki fyrir Svíþjóð og skorað í þeim eitt mark.

Lendelöf er 187 sentímetrar á hæð og kemur hann væntanlega til með að berjast við Chris Smalling, Phil Jones, Eric Bailly og Marcos Rojo um sæti í byrjunarliði United. Rojo og Jones hafa spilað saman í miðri vörn United í undanförnum leikjum og staðið sig betur en flestir áttu von á. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, er þó sagður vilja styrkja vörnina enn frekar.

Búist er við því að nokkrar breytingar verði á leikmannahópi United þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar. Talið er fullvíst að Morgan Schneiderlin og Memphis Depay verði seldir eða lánaðir og þá er talið að Bastian Schweinsteiger fari til Bandaríkjanna þar sem hans bíða tilboð. Þá er óvissa um framtíð Matteo Darmian, Ashley Young og Marouane Fellaini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar

Ten Hag orðaður við óvænt starf í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika

Alfreð og Guðlaugur fallnir úr efstu deild í Belgíu – Freyr og félagar eiga möguleika
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Maguire í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af stórleiknum

Maguire í kapphlaupi við tímann – Gæti misst af stórleiknum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“

Harðneita að þessi ungi maður sé 14 ára gamall: Fékk óvænt tækifæri fyrir helgi – ,,Hvað er hann með mörg vegabréf?“
Sport
Í gær

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“