fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Kött Grá Pjé opnar sig um andleg veikindi: „Hræðilegur, ógeðslegur, lamandi óþverri“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 8. desember 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er alltaf til í að gjamma um það og finnst asnalegt að slíkt sé eitthvað til að skammast sín fyrir. Það er algjört næntís dæmi. Ég vil ekki sjá það,“ segir Atli Sigþórsson, einnig þekktur sem rapparinn og skáldið Kött Grá Pje en í viðtali sem birtist í nýjustu útgáfu Akureyri Vikublaðs tjáir hann sig opinskátt um andlega kvilla sem hafa háð honum í gegnum árin.

Atli rifjar upp unglinsárin á Akureyri, þar sem hann var að eigin sögn „ferlega steríótýpískur listamaður“

„Ég var lítið fyrir félagslíf og jákvæða og góða stemningu; fannst allt slíkt glatað. Í endurliti var MA notalegur staður. Það var ég sjálfur sem var ómögulegur. Ég hef barist við þunglyndi og þegar maður er unglingur er svo stutt í sveiflur; allt mögulegt getur verið heimsendir og himnaríki.

Ég lenti til dæmis í ástarsorg og lét alveg eins og hálfviti í kringum það allt saman, sem er hrikalega vandræðalegt. Ég er enn að vinna mig út úr því og vona að fólk hafi fyrirgefið mér.“

Atli kýs að tjá sig opinskátt um andleg veikindi sín, og segir jafnframt enga ástæðu vera til þess að fara með þau í felur.

„En ég fer alltaf niður af og til. Þessi tími finnst mér ágætur en strax fyrsta janúar á eitthvað til að breytast. Hins vegar hef ég verið á góðri siglingu síðustu misserin og hef ekki farið langt niður síðan einhvern tímann árið 2015. Ég krossa fingur, vona það besta og gleypi töflur eins og smartís.“

Atla hefur þó tekist ágætlega að lifa með kvíðanum.

„Eins hef ég átt til að fá kvíðaköst en er á ágætis lyfjum sem stýra því. Ég er því í fínum farvegi. Kvíði er hræðilegur, ógeðslegur, lamandi óþverri en blessunarlega er hægt að vinna bug á honum með lyfjagjöf.“

Viðtalið við Atla má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið