fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hafnfirðingar bjóða á vaxtar- og vellíðunarkvöld

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld fer fræðslukvöld fram í Bæjarbíói Hafnarfirði þar sem sex einstaklingar deila reynslu sinni, fræðslu, fróðleik og aðferðum sem líklegar eru til að skila árangri á vegferð okkar í átt að auknum vexti og vellíðan!

Dagskráin byrjar kl. 19.45 og stendur til kl. 22.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fræðsla, innsýn og hvatning tengd auknum vexti og vellíðan í eigin lífi og lífi fjölskyldunnar. Hvað er gott að hafa í huga? Hverju langar þig að breyta? Hvernig getum við komist í betri tengsl við okkur sjálf og fundið hvernig við getum orðið betri útgáfa af okkur sjálfum? Þátttakendur fara heim með efni, dæmi um aðferðir og hvetjandi reynslusögur sem segja okkur að svo margt er hægt ef vilji er fyrir hendi, sjálfstraustið í lagi og markmiðin skýr segir í Facebook viðburði kvöldsins.

Verkefnið er lið í heilsueflingu Hafnfirðinga og talar í takt við þá heilsustefnu sem sveitarfélagið mótaði 2016. Eitt af þremur yfirmarkmiðum heilsustefnu er að efla vellíðan íbúa. Lesa má heilsustefnu Hafnarfjarðar hér.

Á meðal þeirra sem koma fram eru:

Ylfa Edith Jakobsdóttir Fenger: ACC markþjálfi, mannauðs-og stjórnendaráðgjafi hjá Nolta ehf. Ylfa er einnig fyrirlesari, lóðs og heldur vinnustofur um málefni sem eru henni hugleikin m.a. byggð á jákvæðri sálfræði s.s. styrkleika, þrautseigju, hágæða og hugrökk samskipti, örsamtöl, vöxt og vellíðan. Ylfa leggur ríka áherslu á aukna mannúð á vinnustöðum. Ylfa var áður mannauðsstjóri hjá Marel í um 15 ár. Hún er með MA í vinnu- og fyrirtækjasálfræði og BA í uppeldis-og menntunarfræði.

Lífsmottó: Vertu þú sjálf(ur) því allir aðrir eru fráteknir

Heiti á erindum: Stýring kvöldstundar. Farsæl markmið – skilaboðin frá þér til þín. Samantekt og skilaboð til þátttakenda

Ragnar Þór Ragnarsson vinnur í dag sem námsbrautarstjóri hjá Isavia og hefur gert síðustu þrjú árin. Ragnar er með B.ed í kennslu- og menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri og vann sem tónmenntakennari í Brekkuskóla í nokkur ár meðan hann var búsettur þar. Hann hefur komið víða við á sinni 32 ára aldursævi og hefur reynslu af kennslu, tónlist, félagsmiðstöðvum og ýmsu fleiru og þá ekki síst lífinu. Ragnar Þór er Hafnfirðingur í grunninn, er giftur með tvö börn. Ragnar hefur glímt við geðhvarfasýki frá tvítugsaldri og hefur í kjölfar mikillar sjálfsvinnu lært á geðsjúkdóm sinn og fundið sína leið til að sjá fegurðina í hversdagsleikanum.

Lífsmottó: Hlutirnir hafa afgerandi tilhneigingu til að reddast

Heiti á erindi: Hlutirnir hafa afgerandi tilhneigingu til að reddast

Olga Björt Þórðardóttir er ritstjóri Fjarðarpóstsins í Hafnarfirði og eigandi Minningasmiðjunnar. Olga er 46 ára móðir tveggja dætra og hafa þær mæðgur búið í Hafnarfirði síðustu tíu árin. Olga Björt er með BA próf í íslensku og MA próf í blaða- og fréttamennsku. Hún býr að afar fjölbreyttri lífsreynslu og víðtækri reynslu úr atvinnulífinu. Undanfarin ár hafa aðallega verið tengd fjölmiðlun og því að hjálpa fólki að láta drauma rætast og varðveita minningar.

Lífsmottó: Besta leiðin til að fækka óvinum er að gera þá að vinum.

Heiti á erindi: Breyttar lífsáherslur með jákvæðnina að vopni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“