fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

„Pabbi, þú mátt ekki taka líf þitt“

Auður Ösp
Laugardaginn 5. nóvember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var alveg á brúninni. Ég var með velígrundaðar hugmyndir um hvernig ég gæti lokið þessu lífi,“ segir Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri en hann sökk djúpt ofan í hyldýpi þunglyndis í kjölfar þess að hann hvarf úr borgarstjórn og var á tímabili staðráðinn í að binda endi á líf sitt. Þetta kemur fram í sjónvarpsþættinum Mannamál á Hringbraut. Samkvæmt Ólafi er sama hversu vonlaust lífið er : það er alltaf ljós í myrkrinu.

Auk þess að vera læknismenntaður var Ólafur í borgarstjórn í um tuttugu ár. Þá gengdi hann embætti borgarstjóra í sjö mánuði árið 2008. Hann hefur áður tjáð sig opinberlega um geðhvarfasjúkdóm og alvarlegt þunglyndi en hann gekk í gegnum mikil andleg veikindi eftir að hann steig úr stóli borgarstjóra árið 2008 en reis upp á ný árið 2013.

Í viðtali við Útvarp Sögu fyrr á árinu kvaðst hann hafa verið dauðans dyr vegna eineltis af hálfu annarra borgarfulltrúa. „Ég sagði á hverjum einasta degi að ég vildi ekki lifa lengur. Mér leið svo illa,“ sagði hann en bætti við að hann væri lífsglaður og sterkur einstaklingur í dag.

Segir alla hafa tilgang í lífinu

„Ég fordæmi sjálfa mig fyrir að hafa haft þessar hugmyndir af því að sonur minn, elsku Egill minn yngsti sonur minn, hann sagði: pabbi, þú mátt ekki taka líf þitt, ekki gera mér það,“ segir Ólafur í samtali við Mannamál.

Mín skilaboð til fólks eru: Sama hvað ykkur líður illa, og allt er búið og ykkur langar ekki að lifa lengur, þið megið ekki setja þann kross á ættingja ykkar að taka líf ykkar. Það er alltaf útgönguleið: ég er dæmi um það. Ég var búinn að vera meira og minna rúmliggjandi í eitt og hálft ár en svo kom ég til baka.“

Hann segir alla hafa tilgang í lífinu. „Ég er mjög meðvitaður um það allt frá barnæsku að ég hef tilgang í lífinu um að skapa eitthvað sem skiptir máli og liggur eftir mig þegar ég er farinn,“ segir hann og nefnir að eftir hann liggi meðal annars störf hans í pólitík og tugþúsundir góðra læknisverka.

„En sérstaklega er ég þó glaður yfir því að ég hef uppgvötvað tónskáld, ljóðskáld og söngvara í Ólafi F. Magnýssyni því það hafði enginn hugmynd um það.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=YYAIn549GbA&w=600&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig