fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Kynning

HYALIN: Ljúffengar jólakrásir

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 20. desember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar verða sífellt opnari og spenntari fyrir sælkeramatseld og frönsk matargerð er ein af þeim áhugaverðari sem fyrirfinnst. Það er óneitanlega tilvalið að skipta út flatbökunni eða sósuðum hamborgara fyrir ristað súrdeigsbrauð með ljúffengri hágæða lifrarkæfu eða dásamlegu terrine. „Í sælkerabúðinni okkar bjóðum við upp á víðfeðmt úrval af frönskum sælkerakrásum, á mjög góðu verði, sem myndu sóma sér á hvaða matarborði sem er við öll tilefni,“ segir Arnaud-Pierre Fourtané, sem eigandi HYALIN ásamt Didier Fitan.

Hyalin
©Emilie Vialet

Jólakrásir

„Nú fyrir jólin höfum við valið að leggja áherslu á hefðbundnar og ljúffengar franskar sælkeravörur svo sem foie gras, andaconfit og truffluvarning. Við bjóðum einnig upp á gott úrval af súkkulaði, bæði í plötum og súkkulaðitrufflur, saltaðar rjómakaramellur frá Bretaníuskaganum og mjúkt núggat frá Provence-héraðinu. Einnig erum við með ýmiss konar sinnep og sósur sem passa með hverjum rétti fyrir sig eins og piparrótarsinnep, wasabi-majones, bearnaise- og tartarsósur,“ segir Arnaud.

Hverju mælirðu sérstaklega með sem forrétt á aðfangadag?

„Margir kúnnar okkar hafa sýnt töluverðan áhuga á Búrgúndí-sniglum og að sjálfsögðu viljum við uppfylla óskir viðskipavina okkar. Við höfum valið að selja hjá okkur háklassa snigla frá þriggja Michelin stjörnu kokknum Georges Blanc og á vefsíðunni okkar má finna frábæra uppskrift, hvernig má matreiða þessa gæðavöru. Uppskriftin er auðveld, ljúffeng og kemur aldeilis á óvart. Fyrir þá sem eru minna ævintýragjarnir mælum við með gómsætu humarsúpunni okkar (með koníakslettu að sjálfsögðu) eða einhverjum af ljúffengu andapatéunum okkar til þess að byrja hinn fullkomna hátíðarkvöldverð,“ segir Arnaud.

Hyalin
©Emilie Vialet

Gómsætar gjafir

Það er alltaf gaman að gefa og þiggja gómsætar jólagjafir frá vinum og vandamönnum. „Ég mæli sérstaklega með bragðgóðu sultunum okkar frá La Chambre aux Confiture í smágjafir. Einnig erum við með fullt af dásamlegu hunangi frá Hédène Paris og hefðbundnar engiferkökur frá Maison Toussaint. Engiferbrauðið er til að mynda guðdómlegt með sneið af andalifrarkæfu. Gómsætu ólífuolíurnar okkar frá Kalios, Grikklandi, eru tilvaldar í jólapakkann í staðinn fyrir hefðbundna vínflösku og munu án efa færa alla matseld þiggjanda upp í hæstu hæðir,“ segir Arnaud.

HYALIN er staðsett að Hverfisgötu 35, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar á https://www.hyalin-reykjavik.com/home
Facebook: hyalin.reykjavik

Hyalin
©Emilie Vialet

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum