fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Barinn Nostalgía er óopinbert sendiráð Íslendinga – Söfnun hrundið af stað eftir innbrot

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun desember var brotist inn á barinn Nostalgíu á Tenerife, en barinn gengur í daglegu tali undir nafninu „Íslenski barinn.“ Eigendur hans eru Breiðdælingurinn Herdís Hrönn Árnadóttir og maður hennar Sævar Lúðvíksson, en þau hafa undanfarin tvö ár rekið staðinn sem nýtur mikilla vinsælda meðal Íslendina og annarra gesta á eyjunni. Þrátt fyrir að vera með tryggingu fæst tjónið ekki bætt þar sem engir rimlar eru fyrir gluggum. 

Fljótlega var hrundið af stað söfnun fyrir Herdísi og Sævar þegar ljóst var að tryggingar bættu ekki tjónið.

„Eigendur og starfsfólk hjólaleigunnar Bikes of the Bikes, í samráði við vini og kunningja hér á Tenerife, ákváðu að setja söfnunina af stað þegar fréttist að tryggingar bættu tjónið ekki,“ segir Hafþór Harðarson, fyrrverandi fararstjóri á Tenerife og einn þeirra sem vinnur nú að því að létta undir með eigendum „austfirska“ barsins Nostalgíu í viðtali við Austurfrétt.

Auk Hafþórs og fleiri Íslendinga er það íslenska hjólaleigan Bikes og the Bikes sem stendur að söfnuninni.

„Íslenski barinn skiptir mjög miklu máli fyrir alla Íslendinga sem koma til Tenerife, burtséð frá því hvort fólk mætir einhverntímann þangað eða ekki. Herdís og Sævar vinna mun meira starf en fólk almennt gerir sér grein fyrir, en segja má að barinn sé óopinbert sendiráð Íslendinga á Tenerife.

Þar hafa farið fram kosningar og með aðstoð og góðu neti Nostalgíu hafa töpuð vegabréf komið í leitirnar, svo fátt eitt sé nefnt. Þar kemur fólk einnig saman og horfir á íslenskar fréttir og íþróttaviðburði og borðar góðan mat með íslensku ívafi. Þarna myndast vinskapur í afslöppuðu andrúmslofti, en þá skiptir einu hvort fólk komi að austan, vestan, norðan eða sunnan. Barnafólk getur sest niður og hvílt lúin bein og á meðan börnin hamast í leik á  öruggu og aflokuðu torgi,“ segir Hafþór.

Markmiðið er að safna fyrir tveimur nýjum sjónvörpum
Hafþór segir að söfnunin fari rólega af stað en mjakist þó í rétta átt. „Þeir sem af henni frétta hafa verið jákvæðir. Markmiðið er að ná að kaupa í það minnsta eitt vandað og stórt sjónvarp, helst tvö. Vonandi náum við því markmiði í desember en erum alveg tilbúin til að halda söfnuninni lengur áfram ef þarf. Það að missa fjögur stór sjónvörp er gríðarlega stór biti fyrir hvaða bar sem er hér á Tenerife,“ segir Hafþór, en auk þeirra var sjónvarpsboxi, búðarkassanum og rafmagnshjóli með þremur dekkjum stolið. Þá var tækjum hent til og frá og þau eyðilögð.

Aðspurður um fyrirkomulag söfnunarinnar segir Hafþór að hver og einn kjósi sína upphæð, en öll fjárhæðin rennur óskipt til Nostalgíu.  Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til er bent á að hafa samband við Facebook-síðu Bikes of the Bikes.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“