fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Varst þú búin(n) að átta þig á þessari staðreynd um Home Alone?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. desember 2018 18:00

Home Alone er jólamynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gegnum árin hafa margir horft á jólamyndina Home Alone sem segir sögu Kevin McCallister sem berst við tvo illskeytta innbrotsþjófa sem brjótast inn á heimili hans um jólin. Foreldrar Kevin og systkin eru að heiman en hann gleymdist einfaldlega heima og er því einn í risastóru húsi fjölskyldunnar. En þrátt fyrir að myndin sé komin ágætlega til ára sinna þá virðast hörðustu aðdáendur hennar bara nýverið hafa tekið eftir svolitlu sérstöku á heimilinu.

Margir halda því fram að þetta sé ein besta jólamynd sögunnar en aðrir eru því algjörlega ósammála en hvað sem því líður er myndin mjög vinsæl og margir sem horfa alltaf á hana í aðdraganda jólanna.

Síminn er meira að segja grænn.

Nýverið spannst nokkur umræða á samfélagsmiðlum um þá staðreynd að heimili Kevin er nánast eingögnu í klassískum jólalitum, rauðum og grænum. Svo virðist sem fjölskyldan hafi ákveðið að vera með ákveðið jólaþema í húsinu og þá ekki bara í skreytingum heldur einnig í föstum innréttingum.

Borðplatan er græn og pönnurnar rauðar.

Nú ef fólk efast um þetta þá er auðvitað ekki annað að gera en skella myndinni á skjáinn og rannsaka málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury

Díana prinsessa fór huldu höfði í drag á djamminu með Freddie Mercury
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“