fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HP ZGX Nano AI Station er ný borðtölva sem getur framkvæmt yfir billjón aðgerðir á sekúndu. Hún getur leyst verkefni sem áður þurfti heilt gagnaver til, svo sem að greina þúsundir mynda á sekúndu, þýða heila bók á örfáum sekúndum eða hlusta á og skrá fundi í rauntíma, jafnvel á mörgum tungumálum samtímis. Vélin getur einnig greint myndbönd ramma fyrir ramma, búið til eða bætt við myndum með gervigreind og unnið flókin gögn um orkuframleiðslu, umferð eða veðurbreytingar , allt á staðnum, án þess að senda gögn í skýið.
Með yfir 1.000 TOPS í reikniafköstum og NVIDIA Grace Blackwell Superchip örgjörva er hún hönnuð fyrir fyrirtæki og sérfræðinga sem vilja keyra gervigreindarvinnslu á staðnum, hraðar, öruggar og með minni orkunotkun en áður. ZGX Nano er smágerð, á stærð við litla borðtölvu, en hefur afl sem áður krafðist stórs netþjóns.
„HP ZGX Nano er draumavélin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í gervigreind og LLM-vinnslu (Large Language Models). Hún er öflug, hraðvirk og örugg lausn þar sem vinnan fer fram staðbundið. Gögnin haldast innan fyrirtækisins án tengingar við skýjaþjónustu. Þessi möguleiki gerir fyrirtækjum kleift að nýta gervigreind án gífurlegs upphafskostnaðar,“ segir Trausti Eiríksson, vörustjóri notendabúnaðar hjá OK.
ZGX Nano er unnin úr endurunnum efnum, að minnsta kosti 30% eru endurunnir plastííhlutir og yfir 93% endurunninn umbúðapappír. Tölvan kemur á markað hér á landi á næstu vikum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“