fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Samtök íþróttafréttamanna harma hegðun Hjartar – Biðjast afsökunar hálfu ári síðar

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 14. desember 2018 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sam­tök í­þrótta­frétta­manna leggja ríka á­herslu á að í­þrótta­frétta­menn geti sinnt störfum sínum án þess að verða beittir of­beldi eða sæta ó­eðli­legri á­reitni af nokkru tagi. Sam­tökin for­dæma því hvers kyns of­beldi og skora á fé­lags­menn að leggja sitt af mörkum við að tryggja öruggt starfs­um­hverfi.“

Svona hljómar yfirlýsing sem Samtök í­þrótta­frétta­manna sendu frá sér í dag sem snýr að fjölmiðlamanninum Hirti Hjartarsyni.

Atvikið sem um ræðir átti sér stað í sumar þegar hann var staddur á HM í Rússlandi. Mætti hann þá ölvaður á blaða­manna­fund lands­liðsins og þá lagði RÚV fram kvörtun á hendur honum fyrir að hafa á­reitt Eddu Sif Páls­dóttur í­þrótta­frétta­mann.

Hjörtur var í kjölfarið sendur heim af yfirmönnum sínum hjá Vodafone en hann var á vegum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977. Hjörtur er með vinsælustu útvarpsmönnum landsins og stýrir þættinum Akraborgin.

Heimildir herma að Edda Sif hafi kært Hjört fyrir líkamsárás árið 2012, en þau náð samkomulagi þar sem hann viðurkenndi fulla ábyrgð og fór málið því ekki fyrir dóm.

Í yfirlýsingunni segir einnig að stjórn SÍ harmi að hafa ekki fjallað um málið fyrr en nú og biðst af­sökunar vegna þess, hálfu ári síðar.

Sjá einnig: „Vanlíðanin óbærileg“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK